,,Sóknarpresti svarað" Blaðagrein Braga Guðbrandssonar forstjóra Barnaverndarstofu í Morgunblaðinu þann 19. janúar sl.

23. janúar 2013

Margir virðast reiðubúnir að sniðganga grundvallarreglur réttarríkisins og kalla eftir ólögmætum geðþóttaákvörðunum embættismanna þegar svo ber undir!

 

Undanfarna mánuði og misseri hefur opinber umræða farið fram um afhendingu þriggja ungra barna til Danmerkur vegna forsjárágreinings, brottnáms barnanna frá Danmörku og kröfu föðurs um afhendingu, sbr. frétt á vefsíðu Barnaverndarstofu hinn 13. júlí 2012. Í umræðunni hafa komið fram kröfur um að barnaverndaryfirvöld á Íslandi hefðu átt að hindra þessa framkvæmd. Í meðfylgjandi grein forstjóra Barnaverndarstofu er útskýrt hvers vegna barnavernd á Íslandi getur ekki komið að málum sem þessum.
Til baka


Language