Listmeðferð fyrir ungt fólk

7. febrúar 2013

Unglingar sem glíma við erfiðleika í skóla, hegðunarvanda eða hafa misnotað vímuefni hafa margir hverjir farið í fjölmargar viðtalsmeðferðir hjá ýmsum fræðingum. Í sumum tilvikum getur listmeðferð opnað þeim nýja vídd og hjálpað þeim að vinna úr þungbærri reynslu og erfiðleikum.  
Í fréttatíma RUV þann 5 febrúar sl. sagði Jóhanna Lind Jónsdóttir, listmeðferðarfræðingur, að hafi menn ekki andlegan skilning til að takast á við eitthvað þá verði oft erfitt að vinna úr því á seinni tímum. Listmeðferð geti hjálpað einstaklingnum að vinna úr slíkri reynslu og þannig losa um erfiðar tilfinningar og hluti sem erfitt sé að koma orðum að. Jóhanna segir að listmeðferðin veiti börnum tjáningarmáta sem styðjist við eitthvað annað en samtalsmeðferð. Það sé svo mikilvægt að hafa þetta val. Að fólk hafi kost á að tjá sig.
Til baka


Language