Upplýsingabæklingur til foreldra um heimsóknir barna í fangelsi!

13. febrúar 2013

Fangelsismálastofnun vinnur að gerð upplýsingabæklinga sem snúa að hinum ýmsu þáttum sem snúa að fangelsisvist. Fyrsti bæklingurinn hefur nú litið dagsins ljós en í honum er fjallað um heimsóknir barna í fangelsi.

Bæklingurinn er fyrst og fremst ætlaður foreldrum en þar koma m.a. fram upplýsingar um heimsóknareglur. Bæklingurinn er einnig tilvalinn fyrir starfsfólk barnaverndarnefnda til upplýsinga um þær reglur sem gilda um heimsóknir barna sem og fyrirkomulag þeirra.

Hér má nálgast bæklinginn á heimasíðu Fangelsismálastofnunar.

Til baka


Language