Vantar úrræði!

28. febrúar 2013

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu segir í fréttum á RUV að meðferðarstofnanir geti ekki  veitt ungum föngum þá aðstoð sem þeir eigi rétt á samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, ef þeir vilja ekki fara í meðferð. Lögfesting sáttmálans þýði að meðferðastofnanir eigi að geta haldið þeim sem ekki vilja fara í meðferð gegn vilja þeirra. Það geti stofnanir ekki í dag.
Forstjóri Barnaverndarstofu segir: Það er hvorki til þess mannafli né heldur er fyrir hendi fullnægjandi aðstaða til þess að glíma við þetta verkefni. Fréttamaður spyr hvað þurfi þá til og svarar Bragi að honum sýnist að menn verði að bretta upp ermarnar og hafa hraðar hendur um það að byggja upp úrræði sem getur mætt þeim kröfum sem fullgilding barnasamningsins felur í sér.

Hér er hægt að horfa á kvöldfréttir RUV frá 26 febrúar þar sem einnig var fjallað um málið. (byrjar á tímalínunni - 7:06)

Til baka


Language