Ættingjafóstur

undirbúningur/þjálfun, handleiðsla og eftirfylgni

1. mars 2013

Nýlega kom út skýrsla sem gerð var á vegum NOFCA (Nordic Foster Care Association). NOFCA samanstendur af samtökum fósturforeldra, yfirvöldum og öðrum samtökum á Norðurlöndunum sem koma að málefnum fósturráðstafanna á einn eða annan hátt.  Verkefnið er styrkt af Nordplus Voksen.

Skýrslan kynnir niðurstöður verkefnisins „Fosterhjem fra barnets slekt i de nordiske land – tilbud og behove for opplæring“. Verkefninu var ætlað að safna upplýsingum frá öllum Norðurlöndunum um hvernig staðið er að þjálfun, handleiðslu og eftirfylgni fyrir þá sem eru með börn ættingja í fóstri.

Soffía Ellertsdóttir fósturforeldri, Foster Pride leiðbeinandi og nemi í sálfræði við Háskóla Íslands vann íslenska hluta rannsóknarinnar. Barnaverndarstofa útvegaði nöfn fósturforeldra sem tóku börn ættingja í fóstur hér á landi á tímabilinu 2006-2011. Fyrsti hluti skýrslunnar fjallar um lög, reglugerðir, þjálfun og handleiðslu fósturforeldra sem er til staðar á öllum Norðurlöndunum en um 12 - 33 % allra fósturbarna á Norðurlöndunum búa hjá ættingjum. Í skýrslunni er að finna niðurstöður viðtala sem tekin voru árið 2012 við 58 fósturforeldra sem voru með börn ættingja í fóstri á öllum Norðurlöndunum. Fram koma ábendingar um hvernig bæta má þjálfun, handleiðslu og stuðning til fósturforeldra sem eru með börn ættingja í fóstri. Hér má nálgast skýrsluna.
Til baka


Language