Biðlistar lengjast hjá Barnahúsi!

11. mars 2013

Fimmtíu börn eru á biðlista hjá Barnahúsi. Yfir hundrað mál hafa borist frá áramótum eftir að umræða um kynferðisbrot gegn börnum komst í hámæli. Sérfræðingur hjá Barnahúsi segir álagið hefta bataferli barna sem ekki komist að. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Þar sagði sérfræðingur hjá Barnahúsi að um væri að ræða börn sem orðið hefðu fyrir grófu og alvarlegu kynferðisofbeldi, þau sýndu alvarleg einkenni og mörg væru með áfallastreituröskun. Sérfræðingurinn sagði jafnframt að þetta gæti ekki gengið svona deginum lengur.

Hér má sjá viðtalið við Þorbjörgu Sveinsdóttur sérfræðing hjá Barnahúsi á RUV þann 8 mars sl.

Hér má einnig sjá viðtal við Ólöfu Ástu forstöðumann Barnahúss á Stöð 2 þann 8 mars sl.

 

Til baka


Language