Nýtt hús fyrir starfsemi Barnahúss

Barnaverndarstofa fagnar því að nýtt og betra húsnæði hefur verið fundið fyrir starfsemi Barnahúss sem Barnaverndarstofa rekur.

15. nóvember 2013

Barnaverndarstofa fagnar því að nýtt og betra húsnæði hefur verið fundið fyrir starfsemi Barnahúss sem Barnaverndarstofa rekur. Núverandi húsnæði Barnahúss var orðið of þröngt fyrir starfsemina þar sem brýnt var orðið að fjölga starfsfólki og bæta aðstæður. Eins og fram kemur í frétt velferðarráðuneytis hefur verið ákveðið að kaupa einbýlishús í Reykjavík fyrir starfsemina. Kaupverð hússins er 75 milljónir króna en sjö tilboð bárust þegar Ríkiskaup auglýstu eftir húsnæði til leigu eða kaups fyrir starfsemina í byrjun september síðastliðnum. Verður húsið afhent í byrjun desember næstkomandi og þá verður hafist handa við þær breytingar sem nauðsynlegar eru áður en Barnahús tekur þar til starfa. Sjá nánar frétt á vef ráðuneytisins.

Til baka


Language