Gjaldfrjálsar tannlækningar barna

Samkvæmt samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands eru tannlækningar gjaldfrjálsar fyrir ákveðna hópa barna utan 2.500 kr. komugjalds. Samningurinn tekur gildi í áföngum.

9. janúar 2014

Barnaverndarstofa vekur athygli á því að tannlækningar fyrir ákveðna hópa barna eru gjaldfrjálsar utan 2.500 kr. árlegs komugjalds með tilkomu samnings milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands. Frá og með 1. janúar sl. nær samningurinn til allra þriggja ára barna og barna á aldrinum 10 til og með 17 ára. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að börn sem falla ekki undir aldursmörk samningsins, eru í bráðavanda og búa við erfiðar félagslegar aðstæður geta engu að síður sótt um fulla greiðsluþátttöku. Til að þessi börn öðlist greiðsluþátttöku þarf tilvísun að berast tannlækni frá heilsugæslu, barnavernd eða félagsþjónustu. Sjá nánar á vefsíðu Heilsugæslunar en upplýsingar um gjaldfrjálsar tannlækningar barna eru einnig að finna á pólsku og litháísku.

Til baka


Language