Brotthvarf nemenda úr framhaldsskóla

Fyrsti fræðslufundur samstarfshópsins Náum áttum á árinu 2014

14. janúar 2014

 

Fjallað verður um brotthvarf úr framhaldskólum á fræðslufundi samstarfshópsins Náum áttum miðvikudaginn 22. janúar nk. á Grand Hótel Reykjavík kl. 8:15-10:00 fundurinn er öllum opin meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

Brottfall nemenda úr námi í framhaldsskóla hefur oft og tíðum verið talið eitt stærsta vandamál íslenska skólakerfisins. Þessi vandi er ekki einungis hér á landi heldur hafa yfirvöld menntamála í Evrópulöndum og víðar beint sjónum sínum í vaxandi mæli að brottfalli úr námi. Evrópusambandið setti sér m.a. það markmið að árið 2010 yrði ekki meira en 10% brottfall. Það er ekki til alþjóðleg skilgreining á brottfalli úr námi en OECD miðar við fólk á aldrinum 20-24 ára sem ekki er í námi og hefur einungis lokið grunnskóla. Hagstofa Íslands hefur unnið upplýsingar um brottfall úr námi og kemur fram að meðal framhalsskólanemenda sem hófu nám árið 2002 teljast tæplega 30% nemenda brottfallnir sjá nánar á vef stofnunarinnar.

Samstarfshópurinn Náum áttum hefur látið sig þetta málefni varða og á fræðslufundi í nóvember 2010 var þetta efni tekið til umfjöllunar undir yfirskriftinni „Áhrif niðurskurðar á framhaldskólann og brottfall“. Á fyrsta fræðslufundi hópsins árið 2014 sem haldin verður 22. janúar nk. er ætlunin að beina sjónum að brotthvarfi nemenda úr framhaldsskóla og skoða stöðuna í dag. Fundurinn verður haldin að Grand hótel Reykjavík kl. 8:15-10:00 sjá nánar auglýsingu    

Til baka


Language