Áhrif bernskunnar á líf kynslóðanna

Ný bók og fyrirlestur um áhrifaríkar aðferðir við forvarnarstarf hjá stofnunum sem koma að stuðningi við foreldra og börn.

16. júní 2014


Bók dr. Kari Killén félagsráðgjafa „Áhrif bernskunnar á líf kynslóðanna“ eða „Barndommen varer i generasjoner“ kom fyrst út í Noregi árið 2000. Hún kemur nú út í íslenskri þýðingu Tryggva Gíslasonar en inngang ritar dr. Sigrún Júlíusdóttir. Er bókinni ætlað að miðla reynslu höfundar á sviði forvarna hvað varðar samskipti barna og fullorðinna en dr. Kari Killén hefur sl. 50 ár starfað í þágu barna sem standa höllum fæti og fagfólks sem starfar í barnavernd. Í bókinni bendir hún á að aldrei verði unnt að koma í veg fyrir öll vandamál í samskiptum barna og foreldra og annarra umönnunaraðila. En með snemmtækri íhlutun gætu margar fjölskyldur fengið hjálp áður en erfiðleikarnir verða óviðráðanlegir. Þannig væri unnt að hlífa fjölskyldum við vanlíðan og sársauka, hlífa foreldrum við því að upplifa ósigur sem foreldri og börnin gætu notað krafta sína til að þroskast og dafna en ekki til þess að gæta hinna fullorðnu. Bókin á erindi við fagfólk sem starfar í barnavernd og við félags-, skóla- og heilbrigðisþjónustu en einnig þá aðila sem hafa með stefnumótun að gera.

Miðvikudagin 18. júní nk. kl. 16-17 verður dr. Kari Killén með erindi í Háskóla Íslands, Lögbergi stofu 101 þar sem hún fjallar um áhrif bernskunnar á líf kynslóðanna.

Til baka


Language