Foreldrar í vanda – börn í vanda. Þverfagleg námstefna í Iðnó 24. október.

7. október 2014

Vakin er athygli á námstefnu sem haldin verður í Iðnó 24. október nk. kl. 8:30 – 16:00 nk. undir yfirskriftinni „Foreldrar í vanda – börn í vanda“. Að námstefnuninni standa auk Barnaverndarstofu, FMB teymi Landspítala, Miðstöð foreldra og barna, Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd, Embætti landlæknis og Geðvernd.

Námstefnan fer fram á íslensku og ensku en fjallað verður um mikilvægi nándar fyrir eðlilegan heilaþroska, rætt um evrópskt samvinnuverkefni um geðheilsu barna og kynnt nálgun sem þróuð hefur verið í Bretlandi er varðar þjónustu við börn og fjölskyldur.

Sjá nánar dagskrá og upplýsingar um fyrirlesara.  

Markhópur námstefnunnar er fagfólk sem starfar að málefnum barna og fjölskyldna í félagsþjónustu, barnavernd, geðsviði, kvenna og barnasviði sjúkrahúsa, mæðra- og ungbarnavernd í heilsugæslu.

Skráning er á netfangið fmb@landspitali.is

Þátttökugjald (kr. 5000)  greiðist á reikning Arionbanka nr. 0334-26-5129 kt. 551292-2239.


Til baka


Language