Heimilisofbeldi, viðbrögð - úrræði - nýjar leiðir

Barnaverndarstofa vekur athygli á fræðslufundi Náum áttum samstarfshópsins á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 25. febrúar nk. kl. 8:15 - 10:00

19. febrúar 2015

Á tímabilinu september 2011 til maí 2013 var Barnaverndarstofa með tilraunaverkefni í samstarfi við barnaverndarnefndir og lögreglu á höfuðborgarsvæðinu þar sem félagsráðgjafi fór ásamt lögreglu í útköll vegna heimilisofbeldis. Í skýrslu vegna verkefnisins eru m.a. að finna upplýsingar um fjölda barna sem eru í þörf fyrir meðferð í kjölfarið.

Yfirskrift fundarins "Heimilisofbeldi, viðbrögð - úrræði - nýjar leiðir" og fyrirlesarar eru þær Margrét Ólafsdóttir aðjunkt við HÍ, Ingibjörg H. Harðardóttir lektor við HÍ og Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sjá nánar meðfylgjandi dagskrá.

Til baka


Language