Mat á tilraunaverkefni Barnaverndarstofu

Kynning á niðurstöðum fimmtudaginn 7. janúar 2016 kl. 9:00 - 10:00

4. janúar 2016

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd kynnir niðurstöður nýútkominnar skýrslu sem unnin var fyrir Barnaverndarstofu og Velferðarráðuneytið.

Um er að ræða mat á tilraunaverkefni Barnaverndarstofu varðandi nýja nálgun í heimilisofbeldismálum með samstarfi Barnaverndarstofu, barnaverndarnefnda og lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Kynningin verður fimmtudaginn 7. janúar 2016 kl. 09:00 – 10:00 í Háskóla Íslands stofu HT 101. Skýrsluhöfundar þær Elísabet Karlsdóttir, félagsráðgjafi MA, framkvæmdastjóri RBF
og Sólveig Sigurðardóttir, félagsráðgjafi MA kynna niðurstöðurnar. Fundarstjóri er Sigurveig H. Sigurðardóttir, stjórnarmaður Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd og deildarforseti félagsráðgjafardeildar

Til baka


Language