Ný nálgun í heimilisofbeldismálum

Skýrsla um mat á tilraunaverkefni Barnaverndarstofu

7. janúar 2016

Í dag var kynnt skýrsla um mat á tilraunaverkefni Barnaverndarstofu um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum, samstarf barnaverndar og lögreglu. Gagna var aflað með símakönnun meðal þolenda ofbeldis og viðtölum við mæður, ungmenni, lögreglumenn og félagsráðgjafa sem tóku þátt í verkefninu. Niðurstöðurnar sýna almenna ánægju með verkefnið og jafnframt gagnlegar ábendingar um þætti sem má bæta.

Um er að ræða þjónustu sem veitt var á vegum Barnaverndarstofu tímabilið september 2011 til maí 2013 með það að markmiði að tryggja barnvæna nálgun í heimilisofbeldismálum. Ráðin var félagsráðgjafi sem fór ásamt lögreglu á heimili vegna heimilisofbeldismála þegar börn voru á staðnum. Kveikjan að verkefninu var besk rannsókn sem sýndi að í þeim tilvikum sem lögregla hefur afskipti af heimilisofbeldi fengu börn litla hlutdeild í þeirri þjónustu sem veitt var á staðnum. Jafnframt sýndi rannsókn meðal kvennaathvarfa í Noregi að oftast var engin formleg áfallahjálp í boði fyrir börn. Barnaverndarstofa fól Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd að meta verkefnið en Velferðarráðuneytið veitti styrk til að framkvæma matið. 
Skýrslu um mat á tilraunaverkefninu má nálgast hér.
Hér má hlusta á þáttinn mannlíf þar sem fjallað er um skýrsluna.

Til baka


Language