1001 dagur í lífi barns

Fræðslufundur Náum áttum var vel sóttur

27. janúar 2016

Fyrsti fræðslufundur Náum áttum samstarfshópsins árið 2016 var í dag á Grand hótel Reykjavík undir yfirskriftinni "Er geðheilbrigði forréttindi? 1001 dagur í lífi hvers barns". Frummælendur voru þau Anna María Jónsdóttir geðlæknir, Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskylduráðgjafi og dr. Sigrún Júlíusdóttir prófessor við Háskóla Íslands og fjölluðu þau um áhrif umönnunar fyrsta 1001 dag í lífi hvers barns á lífsgæði og geðheilsu ævina á enda. Sjá nánar dagskrá. Fundurinn var tekin upp af Sambandi íslenskra sveitarfélaga til að koma til móts við landsbyggðina og má nálgast erindin hér að neðan. Erindin eru líka aðgengileg á vefsíðu Náum áttum.

Um erindin

Anna María Jónsdóttir geðlæknir var með erindið: Hvernig er hægt að auka jöfnuð barna þegar kemur að geðheilsu og velferð?

Erindið fjallar um hvaða þættir skipta mestu máli varðandi að börn fái grundvallarþörfum sínum fullnægt og hversu mikið foreldrahæfni hefur áhrif á velferð og heilsufar, bæði andlega og líkamlega heilsu síðar á ævinni. Hún ræddi m.a. Solihull nálgun í samstarfi milli kerfa og áherslur í Bretlandi á fyrsta 1001 dag í lífi hvers barns. Hér má nálgast erindi Önnu Maríu.

Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskylduráðgjafi var með erindið: Fögnum breytingum og styðjum hvert annað

Verðandi foreldar leggja línurnar fyrir betra samfélagi með því sækjast eftir stuðningi og fræðslu, við hin með því að svara kallinu og styðja við bakið á foreldrum með  fjölbreyttum hætti. Hvernig getum við stutt við bakið á verðandi foreldrum? Og hvernig getum við stutt við bakið á þeim þegar þau eru orðnir foreldrar? Hvað er samfélagið að gera núna? Hvernig mætti gera betur? Hvað var gert á árum áður?  Hér má nálgast erindi Ólafs

Dr. Sigrún Júlíusdóttir prófessor við Háskóla Íslands var með erindið: Foreldraheilbrigði - mennska og menning samfélags

Í erindinu er fjölskylduvernd og foreldraheilbrigði tengt við hugtökin mennska og menning samfélags. Fjallað er um hvernig almennur aðbúnaður verðandi foreldra er forsenda vellíðunar, verndar og þroska ungra barna sem verðandi þjóðfélagsþegna.  Litið er til stöðu mála á  Norðurlöndum og hugmyndir til úrbóta reifaðar.  Hér má nálgast erindi Sigrúnar.

Til baka


Language