Kýpur undirbýr stofnun Barnahúss

2. mars 2016

Fyrr í vetur skipaði ríkisstjórn Kýpur undirbúningsnefnd að stofnun barnahúss.  Óskað var eftir því við  forstjóra Barnaverndarstofu að veita ráðgjöf vegna þessa starfs og er heimsókn hans vegna þessa  nýlega lokið.  Þetta er í annað skiptið sem Bragi heimsækir Kýpur en hann flutti erindi á ráðstefnu í Nikósíu, höfuðborg landsins, í tilefni fullgildingar Lanzarote samnings Evrópuráðsins vorið 2015 þar sem hann fjallaði m.a. um barnahús sem dæmi um barnvinsamlega framkvæmd samningsins.

Dagsskrá heimsóknarinnar fólst m.a. í fundum með lögreglu, barnaverndar- og heilbrigðisstarfsfólki sem of fulltrúum kvennasamtaka sem gefið hafa fjármagn til kaupa og endurbóta á húsnæði fyrir starfsemina. Ennfremur var fundað með arkitekt sem falið hefur verið hönnun hússins sem og væntanlegum rekstaraðilum hússins. Þá átti Bragi fundi með velferðarráðherra og aðstoðarmanni forseta Kýpur þar sem fjallað var um hugsanlegt samstarf þjóðanna um málefni er varðar réttindi barna og liðsinni Íslands vegna þjálfunar fagfólks sem ráðið verður til starfa í fyrirhuguðu barnahúsi.

Til baka


Language