BBC fjallar um Barnahús

30. maí 2016

Í dag koma tveir hópar fréttamanna frá BBC news annars vegar og BBC radio4 hins vegar í því skyni að framleiða fréttaskýringaþætti um Barnahús. Koma þeirra til Íslands kemur í kjölfar heimsóknar enskrar sendinefndar embættismanna undir forystu Children´s Commissionar of England fyrir nokkrum vikum. Bresk stjórnvöld undirbúa nú stofnun barnahúsa í Englandi og er áformað að hið fyrsta hefji starfsemi í byrjun næsta árs.

Fréttamennirnir munu m.a. eiga viðtöl við forstjóra Barnaverndarstofu og starfsfólk og samstarfsaðila Barnahúss, svo sem dómara og lækni. Þá munu þeir taka viðtöl við ungt fólk sem á sínum tíma naut þjónustu Barnahúss.

Til baka


Language