PMTO meðferðarmenntun - innskrift og útskrift!

8. júní 2016

Í síðustu viku fór fram kynningarfundur á vegum Miðstöðvar PMTO-FORELDRAFÆRNI. Fagfólk sem hefja mun meðferðarmenntunarnám næsta haust sótti fundinn og það verður spennandi að ferðast með þessum kraftmikla hópi næstu tvö árin.

Sama dag útskrifaðist glæsilegur hópur fagfólks úr tveggja ára PMTO meðferðarmenntunarnámi. Við óskum þeim innilega til hamingju og velfarnaðar í starfi.

Hér er mynd af hópnum sem var að útskrifast en þau eru Guðný Dóra Einarsdóttir, Sigríður Lára Haraldsdóttir, Margrét H. Þórarinsdóttir, Íris Dögg Sigurðardóttir, Thelma Björk Guðbjörnsdóttir, Lilja Rós Agnarsdóttir, Ólöf Karitas Þrastardóttir, Heiða Hraunberg Þorleifsdóttir, Erla Margrét Hermannsdóttir, Drífa Sigurjónsdóttir og Árni Sveinsson.  
Hér er hægt að sjá heimasíðu PMTO á Íslandi

Til baka


Language