Skrifað undir viljayfirlýsingu vegna nýs meðferðarheimilis Barnaverndarstofu sem staðsett verður í Garðabæ


21. desember 2018

Stefnt er að því að fram­kvæmd­ir við nýtt meðferðar­heim­ili fyr­ir ung­linga hefj­ist á næsta ári í Garðabæ. Vilja­yf­ir­lýs­ing vel­ferðarráðuneyt­is, Barna­vernd­ar­stofu og Garðabæj­ar um lóð fyr­ir heim­ilið verður undirrituð í dag.  Um er að ræða tíu þúsund fer­metra lóð á Víf­ilsstaðahálsi, gegnt Kjóa­völl­um, þar sem reisa á þúsund fer­metra hús­næði.

Meðferðarheimilið verður ætlað unglingum á aldrinum 15-17 ára sem glíma við alvarlegan hegðunar- og vímuefnavanda. Vistunartími verður að jafnaði 6-9 mánuðir og eftir að vistun lýkur er umfangsmikil eftirmeðferð í 6 mánuði. Pláss verður fyrir 8 unglinga í vistun og til viðbótar fá um 8-10 unglingar eftirmeðferð á hverjum tíma. Stærstur hluti skjólstæðinga mun þegar jafnvægi er náð stunda vinnu og skóla utan veggja heimilisins og vera í miklum tengslum við nærumhverfi og heimili fjölskyldunnar. Aðrir munu á tímabilum þurfa meiri gæslu og hægari aðlögun að nærumhverfi. Í aðskildum hluta heimilisins er gert ráð fyrir öryggisvistun og vistun unglinga sem sæta gæsluvarðhaldi. Gert er ráð fyrir að um 25-30 manns sinni sérfræðistörfum og vaktavinnu við heimilið.


Hér má sjá frétt á heimasíðu Velferðarráðuneytisins

Til baka


Language