Stuðlar, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga - 20 ára starfsafmæli

26. maí 2017

Föstudaginn 26. maí 2017 fagna Stuðlar, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga, 20 ára starfsafmæli.  Af því tilefni er opið hús fyrir samstarfsaðila okkar og velunnara í húsnæði Stuðla, að Fossaleyni 17 frá 14:00-16:00. 

Stuðlar, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga tók til starfa fyrir rétt rúmum 20 árum.  Starfsemin skiptist í tvær deildir,  meðferðardeild og lokaða deild.  Á þeim 20 árum sem eru liðnin frá stofnun Stuðla hefur margt breyst í meðferðarmálum og starfsemin þróast í takt við reynslu og þekkingu á sviðinu.  Megin áherslan hefur þó alltaf verið  að bæta líf og aðstoða skjólstæðinga okkar að fóta sig í lífinu á ný.  Í dag erum við að fagna því og minna á það góða starf sem unnið er á Stuðlum. 

Til baka


Language