Úthlutun úr þróunarsjóði innflytjendamála

15. apríl 2019

Samtök kvenna af erlendum uppruna í samvinnu við Barnaverndarstofu fengu úthlutað úr sjóðnum til að vinna að þróunarverkefni sem ber yfirskriftina: Tryggjum jöfn tækifæri með samstarfi

Gildi og markmið verkefnisins eru eftirfarandi:

Gildi verkefnisins eru byggð á grunngildum sem koma fram í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019: Þau miða að því að tryggja jöfn tækifæri allra landsmanna, óháð einstaklingsbundnum þáttum og aðstæðum. Í því skyni verði lögð áhersla á fimm stoðir:

a. Samfélagið. Íslenskt samfélag verði fjölskylduvænt þar sem allir þjóðfélagsþegnar búi við jöfn tækifæri og öryggi og njóti lögvarinna réttinda. Stuðlað verði að samheldni heildarinnar með jöfnu aðgengi allra að þátttöku í samfélaginu og þekkingu á réttindum og skyldum gagnvart því

b. Fjölskyldan. Íslenskt samfélag taki mið af þörfum ólíkra fjölskyldugerða. Samfélagið skapi góð skilyrði fyrir allar fjölskyldur, ekki síst barnafjölskyldur, óháð þjóðerni og uppruna, sambærileg við það sem best þekkist og styðji þær til þeirra verkefna sem þær standa frammi fyrir

Markmiðin eru eftirfarandi:

a. Að brúa bil milli viðhorfa og skilnings um barnavernd af hálfu innflytjenda og viðhorf og skilning um innflytjendum af hálfu starfsmanna sem fara með framkvæmd barnaverndar á Íslandi

b. Að fræða foreldra af erlendum uppruna um löggjöf, verkferla, reglur, uppeldisaðferðir, menningu og réttindi þeirra og skyldur

c. Að fræða foreldra af erlendum uppruna um réttindi barna á Íslandi (Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)

d. Að elfa samstarf milli Samtaka kvenna af erlendum uppruna og Barnaverndarstofu

e. Að efla þekkingu samtakanna KAEU um starfsaðferðir barnaverndar og tilkynningaskyldu í barnavernd á Íslandi


Hér má sjá frétt á heimasíðu stjórnarráðs Íslands

Til baka


Language