VIÐ VILJUM VITA - Hlaðvarp Barnaverndartsofu beinir kastljósi sínu að barnavernd og málefnum barna sem eiga í vanda

11. apríl 2019

Í dag, fimmtudaginn 11. apríl, fer í loftið fyrsti þáttur hlaðvarps Barnaverndarstofu Við viljum vita og er stefnt að því að nýir þættir komi inn að lágmarki mánaðarlega. Þar verður talað við starfsfólk í barnavernd, ráðamenn málaflokksins og áhugaverða einstaklinga sem tengjast honum. Umsjónarmaður hlaðvarpsins er Páll Ólafsson og honum til aðstoðar er Martin Bruss Smedlund. 

Í fyrsta þættinum er rætt við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og þar fáum að vita hvað hann hefur að segja um sína sýn á barnavernd og þjónustu við börn. 

Það eru nokkrar leiðir til að til að hlusta á hlaðvarpið: 

· Auðveldast er að fara á heimasíðuna Barnaverndarstofu og smella á appelsínugula hnappinn á forsíðunni sem flytur þig beint á Podbean heimasíðu Barnaverndarstofu. 

· Það er líka hægt að finna hlaðvarpsspilarann hér: http://www.bvs.is/fagfolk/upplysingar-og-radgjof/vid-viljum-vita-hladvarp-barnaverndarstofu/

· Einnig er hægt að finna hlaðvarpið með því að hlaða inn Podbean appið og leita eftir Við viljum vita eða finna það á SPOTIFY. 

Endilega finndu okkur og fylgdu (follow). 

Til baka


Language