Hælisleitandi börn - fylgdarlaus börn á flótta

Viltu sækja námskeið á Barnaverndarstofu og taka ungling sem er á flótta inn á heimili þitt?

11. maí 2017

Óskað er eftir áhugasömu fólki sem er tilbúið að vista eða fóstra barn á heimili sínu til lengri eða skemmri tíma. Æskilegt er að þeir sem taka að sér börn í slíkum aðstæðum hafi reynslu eða þekkingu á málefnum flóttabarna, mismunandi menningu þeirra, trú og hefðum og eða tali tungumál þeirra. Nauðsynlegt er að umsækjendur sæki undirbúningsnámskeið á vegum Barnaverndarstofu, hafi möguleika á að sinna þörfum barna í nýju umhverfi og veita þeim öruggt skjól á heimili sínu. Mikilvægt er að umsækjendur hafi sveigjanlegan vinnutíma. Athugið að næsta námskeið verður haldið miðvikudaginn 17. maí kl. 14 til 19. Áhugasamir vinsamlega hafi samband við Barnaverndarstofu í síma 530 2600 eða sendi tölvupóst á bvs@bvs.is.

 Flottabarn---taka-2  

Til baka


Language