Fréttir og tilkynningar

15. janúar 2020 : Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgar áfram

Þetta er meðal annars þess sem kemur fram í samantekt á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefna fyrstu níu mánuði áranna 2017 - 2019

Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu þeirra fyrstu níu mánuði 2017, 2018 og 2019. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á þessum sama tíma 

>> Lesa meira

17. desember 2019 : Fagdagur PMTO

Velheppnaður árlegur fagdagur PMTO meðferðaraðila (Booster) yfirstaðinn. Mæting var góð, dagskráin spennandi og gaman fyrir meðferðaraðilana að hittast.

Hér má lesa frétt á heimasíðu PMTO - foreldrafærni :  https://www.pmto.is/booster-pmto-medferdaradila/

>> Lesa meira

11. desember 2019 : Námskeið fyrir fósturforeldra með börn innan fjölskyldu

Barnaverndarstofa býður uppá sérhæfð námskeið fyrir fósturforeldra með börn innan fjölskyldu, eða vegna annarra vensla, en rúmlega þriðjungur fósturráðstafana er innan fjölskyldu. Námskeiðið byggir á Foster Pride kennsluefninu en hefur verið stytt og aðlagað að þörfum þessa hóps.
Námskeiðið hefur verið haldið að jafnaði tvisvar á ári undanfarin ár. Þann 30. og 31. október sl. var seinna námskeið ársins haldið, en það sátu 18 væntanlegir fósturforeldrar, frá 11 mismunandi heimilum. 

FréttasafnLanguage