Fréttir og tilkynningar

14. nóvember 2018 : 10 ára afmælisráðstefna MST - Fjölkerfameðferðar

Barnaverndarstofa býður til afmælisráðstefnu í tilefni þess að nú eru tíu ár liðin frá því að fyrsta MST teymið tók til starfa hér landi.

Á ráðstefnunni verður farið yfir áhrif og árangur MST í meðferð á hegðunar- og vímuefnavanda. Einnig munum við fræðast um MST-CAN (Child Abuse and Neglect) og innleiðingu þess í Noregi sem hefur reynst vel í flóknum barnaverndarmálum. >> Lesa meira

30. október 2018 : Tilkynning vegna úrskurðar Persónuverndar

Barnaverndarstofa tekur ábendingar Persónuverndar mjög alvarlega og hefur þegar brugðist við þeim með viðeigandi hætti. Þarna er bent á vankanta á verklagi stofnunarinnar í tengslum upplýsingamiðlun til tveggja fjölmiðla er varðar mistök við framkvæmd afmáningar á upplýsingum á afmörkuðum hluta þeirra skjala sem afhent voru.

>> Lesa meira

28. september 2018 : Barnahus as the standard practice - The PROMISE partners and experts formally launched its journey 3 years ago.

The top experts developed a vision for Europe and invited pilot countries to receive support for launching their own Barnahus or similar multi-disciplinary interagency services for child victims and witness of violence.

Together they set the standards. The PROMISE partnership now involves more than 17 countries, formally or informally, who are committed to the Barnahus model and are generously sharing their expertise and enthusiasm to support progress both at home and across Europe.


>> Lesa meira

FréttasafnÚtlit síðu:

Language