Eyðublöð fyrir barnaverndarnefndir

Hér er að finna eyðublöð vegna vistunar barns samkvæmt 84 greinar barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Best að opna skjölin í Explorer vafra eða ef nota á Crome þá verður að byrja á því að vista skjalið og svo fylla það út - þetta er vegna breytinga á Crome vafra sem virðist ekki styðja íslenska stafi þegar skjöl eru opnuð.
Umsókn um rekstur heimila eða stofnunar skv. 84. grein bv.laga Umsókn um rekstur annarra úrræða samkvæmt 84. grein bv.laga (td vistun hjá vistforeldrum eða ættingjum) Tilkynning um ráðstöfun barns til bráðabirgða skv 44 grein reglugerðar nr 652
Leyfi til að leita eftir fullu sakavottorði
Leiðbeiningar við gerð umsagna um leyfi til að reka heimili eða stofnun fyrir börn
 Tilkynning til Barnaverndarstofu um sumardvalarheimili skv 86 gr bv.laga Leiðbeiningar vegna úttekta hjá einstaklingum sem óska eftir að taka börn í sumardvöl  

Eyðublöð vegna 44. gr. 84 gr. 86. gr. ofl.

Rekstur heimila samkvæmt 84. gr.                                                                                                         Skilgreining skv 36 gr. reglugerðar nr 652/2004      
Með heimili/stofnun er í kafla þessum hér eftir átt við úrræði skv. 84. gr. barnaverndarlaga sem barnaverndarnefnd vill setja á laggirnar með viðvarandi skipulögðum hætti og ráða starfsmenn til að veita börnum móttöku, svo sem vistheimili og sambýli. Barnaverndarnefnd getur falið öðrum rekstur heimilis/stofnunar á grundvelli þjónustusamnings.


Rekstur annarra úrræða samkvæmt 84. gr.                                                                           

Skilgreining skv 36 gr. reglugerðar nr 652/2004
Með öðru úrræði er í kafla þessum hér eftir átt við öll önnur úrræði skv. 84. gr. barnaverndarlaga, svo sem þegar barnaverndarnefnd vill fela vistforeldri að veita barni móttöku á einkaheimili jafnt þegar um er að ræða nákomna ættingja eða aðra. Heimilt er að vista barn í slíku úrræði að jafnaði í allt að þrjá mánuði.

Ef vistun er ætlað að vara í lengri tíma en þrjá mánuði fer að jafnaði um það eftir ákvæðum barnaverndarlaga um fóstur sbr. 36. gr. reglugerðar um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 652/2004. Þegar fósturráðstöfun er áætluð hjá aðila sem hefur ekki þegar leyfi Barnaverndarstofu sem fósturforeldri þarf að sækja um framlengt leyfi skv. 84. gr. bvl

  

Leyfi til að leita eftir fullu sakavottorði
Samkvæmt 40 gr reglugerðar nr 652/ 2005 þarf að fylgja með umsókn um önnur úrræði samþykki allra heimilismanna eldri en 15 ára fyrir því að Barnaverndarstofa afli upplýsinga úr sakaskrá þar sem sérstaklega komi fram hvort viðkomandi hafi nokkurn tíma hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga gegn einstaklingi sem ekki hefur náð 18 ára aldri


Tilkynning um ráðstöfun barns til bráðabirgða sbr. 44. gr. rg. 652/2004 um úrræði á ábyrgð sveitafélaga.                                                                                                                                          
Ráðstöfun barns til bráðabirgða.                                                                                                       
Í undantekningartilvikum getur vistun barns hafist áður en leyfi Barnaverndarstofu liggur fyrir. Á þetta einungis við þegar vinda þarf bráðan bug að ráðstöfun og hagsmunum barns þykir augljóslega best borgið hjá einhverjum sem ekki hefur þá þegar fengið leyfi stofunnar.
Barnaverndarnefnd ber að tilkynna Barnaverndarstofu tafarlaust um vistunina.

Ef vistun barns hefst áður en leyfi Barnaverndarstofu er gefið út skal barnaverndarnefnd innan sjö daga frá því að vistun hefst sækja um leyfi til Barnaverndarstofu skv. 84 gr. barnaverndarlaga um annað úrræði svo sem hjá vistforeldri eða ættingja. 

 


Tilkynning til Barnaverndarstofu um sumardvalarheimili skv. 86 gr. bv. laga.                   
Leiðbeiningar vegna úttekta barnaverndarnefndar hjá einstaklingum sem óska eftir að taka börn í sumardvöl sbr. c. lið 24. gr., 86., og 91 gr. barnaverndarlaga nr 80/2002
Leiðbeiningar fyrir barnaverndarnefndir við gerð umsagna um leyfi til að reka heimili eða stofnun fyrir börn sbr. 2. mgr. 91. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002
Leyfi til að leita eftir fullu sakavottorði


Í Handbók Barnaverndarstofu kemur eftirfarandi fram: 

13.5 Heimili og stofnanir á ábyrgð sveitarfélaga sbr. 84. gr. bvl.

Í 84. gr. bvl. kemur fram að barnaverndarnefndir skuli hafa tiltæk úrræði til að veita börnum móttöku, hvort heldur sem er í bráðatilvikum eða til að tryggja öryggi þeirra, greina vanda eða vegna ófullnægjandi heimilisaðstæðna. Nánar er fjallað um skilyrði slíkra heimila, leyfisveitingar o.fl. í VII. kafla reglug. nr. 652/2004.

Með heimili/stofnun er átt við úrræði sem barnaverndarnefnd setur á laggirnar og ætlað er að starfa í lengri tíma með skipulögðum hætti. Hér er t.d. átt við vistheimili eða sambýli þar sem ráðið er ákveðið starfsfólk og markmið starfseminnar eru skýr.
Með öðru úrræði  er átt við að ákveðnum aðilum, vistforeldrum, er falið að taka við barni til dvalar í ákveðinn tíma. Hér getur verið um að ræða ættingja, svo sem forsjárlaust foreldri, afa og ömmu o.fl. eða aðila sem barnið þekkir ekki. Vistun af þessu tagi er að jafnaði ekki ætlað að standa lengur en þrjá mánuði. Umsóknir um þessi úrræði þarf að senda til Barnaverndarstofu og er fjallað um þær hér að neðan.

Oftast nær á vistun barns sér einhvern aðdraganda þannig að tími gefst til að undirbúa barnið fyrir vistunina, sækja um leyfi fyrir úrræðinu til Barnaverndarstofu og undirbúa vistforeldra. Hins vegar getur komið fyrir að ekki gefist tími til að vinna málið á þennan hátt því barnið þarf fyrirvaralaust á vistun að halda. Heimilt er skv. 44. gr. reglug. að vista börn í undantekningartilvikum áður en leyfi Barnaverndarstofu liggur fyrir. Í þeim tilvikum þarf að senda um það tilkynningu til Barnaverndarstofu á sérstöku eyðublaði sem er að finna hér.  Athuga þarf sérstaklega að í þessum tilvikum skal senda umsókn um leyfi ásamt öllum gögnum til Barnaverndar innan 7 daga frá því að vistun hefst.

Nánari leiðbeiningar um umsóknir til Barnaverndarstofu er að finna í Handbókinni í kafla 19.6.1.

19.6.1 Heimili og önnur úrræði sem bvn. skulu hafa tiltæk
Í 84. gr. bvl. eru ákvæði um úrræði sem bvn. skulu hafa tiltæk. Um er að ræða bæði heimili og stofnanir svo sem vistheimili og sambýli svo og vistforeldra sem veita barni móttöku á einkaheimili sbr. kafla 13.5.
Umsóknum um leyfi á grundvelli 84. gr. eru sendar Barnaverndarstofu.                                                    Á heimasíðu stofunnar er að finna umsóknareyðublað, bæði fyrir heimili/stofnanir og fyrir önnur úrræði  (t.d. vistun hjá ættingja) skv. 84 gr. Umsókninni þurfa að fylgja umboð frá öllum heimilismönnum eldri en 15 ára um heimild Barnaverndarstofu til að afla sakavottorða. Ef vistforeldrar búa í umdæmi annarrar barnaverndarnefndar þarf að ganga úr skugga um að sú nefnd sjái því ekkert til fyrirstöðu að barn verði vistað á heimilinu. Hér er ekki átt við að gera þurfi sérstaka úttekt á heimilinu, heldur að gengið sé úr skugga um að ekki séu barnaverndarnefndar afskipti af viðkomandi heimili. Barnaverndarstofa leitast við að afgreiða þessar umsóknir eins fljótt og unnt er.


Til baka


Language