Eyðublöð vegna meðferða

Umsókn um meðferð fer ávallt í gegnum viðkomandi barnaverndarnefnd

Hér eru eyðublöð fyrir starfsfólk barnaverndarnefnda sem vilja sækja um vistun fyrir barn á heimili eða stofnum og í ýmis úrræði á vegum Barnaverndarstofu s.s. MST og Barnahús.

Best að opna skjölin í Explorer vafra eða ef nota á Crome þá verður að byrja á því að vista skjalið og svo fylla það út - þetta er vegna breytinga á Crome vafra sem virðist ekki styðja íslenska stafi þegar skjöl eru opnuð.

  

Eyðublöð í um vistun á meðferðarheimili eða Stuðlum 

Umsókn um vistun á meðferðarheimili eða Stuðlum

Undirskriftir foreldra og barns

SDQ- Foreldralisti
SDQ- kennaralisti

Vistunarbeiðni fyrir
neyðarvistun Stuðla

Eyðublöð vegna umsókna í meðferð eða þjónustu á vegum Barnaverndarstofu

Umsókn um fjölkerfameðferð MST

Tilvísun í Barnahús

Tilvísun vegna fylgdarlausra / hælisleitandi barna í Barnahús

Tilvísun skal senda á Barnahús 
Gilsárstekk 8, 109 Reykjavík

Umsókn um SÓK - sálfræðiþjónustu vegna óviðeigandi kynhegðunar barna

Umsókn um vistun á meðferðarheimili eða Stuðlum.

Umsóknin er fyllt út af viðkomandi barnaverndarnefnd og send Barnaverndarstofu sem tekur ákvörðun um hvort umsókn sé samþykkt eða ekki.

Foreldralisti. Kennaralisti. Sendið útfyllta matslista með umsóknum um MST, Stuðla, langtímameðferð og styrkt fóstur. Þarna er hægt að nálgast íslenskar útgáfur foreldra- og kennaralista vegna 4-16 ára (þ.e. allt að 16 ára og 11 mánaða) gamalla barna.

Ekki eru enn nægar próffræðilegar forsendur til að nota sjálfsmatslista á íslensku. Við úrvinnslu svara notar Barnaverndarstofa íslenskt innsláttarskjal þar sem niðurstöður byggja á íslenskum viðmiðunum (normum). Athugið að íslensk viðmið er ekki að finna á SDQ heimasíðunni og er því varað við því að slá svörum inn til úrvinnslu þar.

Umsókn um MST. Umsóknin er fyllt út af viðkomandi barnaverndarnefnd og send Barnaverndastofu sem tekur ákvörðun um hvort umsókn sé samþykkt eða ekki. Athugið að senda SDQ lista útfylltan af foreldrum með umsókn. Hér má lesa um markmið og leiðbeiningar fyrir fjölkerfameðferð MST, sjá landsmarkmið, umsóknarviðmið, meðferðarmarkmið í hverju máli, viðmið fyrir lok meðferðar og mat á árangri.

Tilvísun í Barnahús.

Tilvísun vegna fylgdarlausra/hælisleitandi barna í barnahús

Tilvísun er fyllt út af stafsfólki viðkomandi barnaverndarnefndar og send Barnahúsi.
Tilvísun skal senda á Barnahús Gilsárstekk 8, 109 Reykjavík
Leiðbeiningar til barnaverndarnefnda
Leiðbeiningar til barnaverndarnefnda þegar skýrsla er tekin í dómshúsi

Umsókn um sálfræðimeðferð f yrir börn sem hafa sýnt af sér óviðeigandi eða skaðlega kynðferðishegðun. Hér má nálgast nánari upplýsingar um þjónustuna.

Tilvísun fyrir börn sem búa við heimilisofbeldi. Um var að ræða tilraunaverkefni í samstarfi við barnaverndarnefndir og lögreglu á höfuðborgarsvæðinu sem lauk 1. júní 2013. Hér má nálgast upplýsingar um verkefnið.

 

Til baka


Language