Leyfi vegna sumarbúða 

Fyrir rekstraraðila sumarbúða

Frekari upplýsingar má finna hér í reglugerðinni 


Hér má finna umsóknareyðublað fyrir rekstraraðila

Hér má finna eyðublað til að veita Barnaverndarstofu leyfi til að afla fulls sakavottorðs

Hér má finna uppl. fyrir barnaverndarnefndir vegna úttekta

Umsóknir.

Þeir sem óska eftir að setja á stofn og reka heimili skv. 2. tölul. 2. gr., til að veita börnum viðtöku til umönnunar, stuðnings, afþreyingar eða hollra tómstunda, skulu sækja um leyfi Barnaverndarstofu eigi síðar en sex vikum áður en starfsemi á að hefjast. Í umsókninni skal koma fram:

a. heiti heimilis og staðsetning,
b. upplýsingar um rekstraraðila, nafn, kennitölu, heimilisfang, heima- og vinnusíma, menntun og núverandi starf ef um einstakling er að ræða,
c. upplýsingar um forstöðumann ef það á við, nafn, kennitölu, heimilisfang, heima- og vinnusíma, menntun og núverandi starf,
d. stutt lýsing á þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er,
e. tímabil sem heimili er ætlað að starfa og sótt er um leyfi fyrir. Sé heimili ekki starfrækt allt árið skal tilgreina þann tíma úr ári sem um ræðir,
f. aldur og fjöldi barna sem óskað er eftir að taka til dvalar,
g. hvort hugmyndin sé að sinna einnig börnum með sérþarfir svo sem fötluðum börnum,
h. tímabil það sem óskað er að hvert barn dvelji á heimilinu í senn og
i. upplýsingar um aðra starfsemi á heimili, svo sem gistiþjónustu, atvinnurekstur eða umönnun einstaklinga.
Vottorð, umsagnir og önnur gögn.

Umsókn skal fylgja:

a. yfirlit yfir starfsferil rekstraraðila ef um einstakling er að ræða, menntun og reynslu af starfi með börnum,
b. lýsing á verksviði og ábyrgð forstöðumanns þegar það á við og yfirlit yfir starfsferil forstöðumanns, menntun og reynslu af starfi með börnum,
c. samþykki rekstraraðila ef um einstakling er að ræða og forstöðumanns fyrir því að Barnaverndarstofa afli upplýsinga úr sakaskrá þar sem sérstaklega komi fram hvort viðkomandi hafi nokkurn tíma hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga gegn einstaklingi sem ekki hefur náð 18 ára aldri,
d. meðmæli ábyrgs aðila þar sem lýst er hæfni rekstraraðila og forstöðumanns til að reka þá starfsemi sem fyrirhuguð er og færð rök fyrir því,
e. greinargerð þar sem lýst er tilgangi fyrirhugaðs starfs, markmiðum, aðferðum, kenningum og hugmyndafræði svo og öðru sem umsækjandi telur ástæðu til að taka fram,
f. upplýsingar um fjölda starfsfólks og verkaskiptingu þess ef um það er að ræða, þ. á m. hvort sérstakir starfsmenn starfa við hreingerningar, matseld, störf sérfræðinga o.s.frv.,
g. stutt yfirlit yfir kröfur um menntun starfsmanna og reynslu þeirra af starfi með börnum,
h. úttekt slökkviliðsstjóra og vottun um að brunavarnir séu fullnægjandi,
i. leyfi byggingarnefndar ef um nýtt húsnæði eða breytta notkun þess er að ræða og
j. starfsleyfi heilbrigðisnefndar.

Til baka


Language