Barnahús

Samstarfsvettvangur stofnana sem bera ábyrgð á rannsókn og meðferð vegna kynferðisofbeldis gegn börnum

Baeklingur um barnahus

Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Barnaverndarnefndir bera ábyrgð á vinnslu slíkra mála og geta óskað eftir þjónustu Barnahúss. Börn og foreldrar þeirra geta með tilvísun barnaverndarnefnda fengið alla þjónustu á einum stað sér að kostnaðarlausu. Sæti mál lögreglurannsókn fer staðsetning skýrslutöku eftir ákvörðun dómara en barnaverndarnefndir geta óskað eftir annarri þjónustu Barnahúss. Barnaverndarnefndir geta leitað til Barnahúss vegna gruns um annars konar ofbeldi gegn börnum.

Hér til vinstri getur þú skoðað bækling um Barnahús
Barnahús hóf starfsemi í nóvember 1998. Rekstur þess er á vegum Barnaverndarstofu sem fer með stjórn Logo - Barnahús
barnaverndarmála í umboði velferðarráðuneytisins. Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Barnaverndarnefndir bera ábyrgð á vinnslu slíkra mála og geta óskað eftir þjónustu Barnahúss. Börn og foreldrar þeirra geta með tilvísun barnaverndarnefnda fengið alla þjónustu á einum stað sér að kostnaðarlausu. Sæti mál lögreglurannsókn fer staðsetning skýrslutöku eftir ákvörðun dómara en barnaverndarnefndir geta óskað eftir annarri þjónustu Barnahúss. Barnaverndarnefndir geta einnig leitað til Barnahúss vegna gruns um annars konar ofbeldi gegn börnum. Hér getur þú skoðað myndir úr Barnahúsi 

Hér fyrir neðan er hægt að skoða bæklinginn "Kynferðisleg hegðun barna, hvað er viðeigandi?"

Hér getur þú fengið bæklinginn í PDF formi
Þegar börn undir 10 ára aldri sýna kynferðislega hegðun getur verið erfitt að meta hvort sú hegðun er eðlileg eða ekki. Þessi bæklingur hefur að geyma upplýsingar um það hvenig greina má á milli eðlilegrar kynferðislegrar hegðunar barna og óeðlilegrar. Í bæklingnum eru atriði sem vert er að hafa í huga þegar kemur að því að fylgjast með kynferðislegri hegðun barna á leikskólaaldri og þar til þau verða 10 ára gömul. Þar má nefna töflur sem sýna skilmerkilega hvers konar kynferðisleg hegðun barna telst eðlileg og heilbrigð, þykir umhugsunarefni eða er þess eðlis að leita skyldi sérfræðiaðstoðar. Einnig eru upplýsingar um það hvert skal leita eftir aðstoð ef þess gerist þörf. 

Leiðbeiningar til barnaverndarnefnda um vinnslu mála sem vísað er í BARNAHÚS

Mikilvægt að hafa í huga áður en máli er vísað í Barnahús:

Barnaverndarstarfsfólk;
- tekur við tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi gegn barni 
- kannar málið t.d. með viðtali við tilkynnanda ásamt upplýsingaöflun um barnið (allt eftir eðli málsins)
- ráðfærir sig við starfsfólk Barnahúss um málið ef þurfa þykir
- tekur ákvörðun (í samráði við bvn. eftir atvikum) um hvort málið skuli kært til lögreglu og hvort vísa skuli máli í Barnahús.
- upplýsir foreldrana um tilkynninguna (ef efni hennar mælir ekki gegn því)     - leitar eftir skriflegu samþykki foreldra til að vísa málinu í Barnahús  
- ef samþykki fæst ekki en rannsóknarhagsmunir mæla sannanlega með því þá úrskurðar barnaverndarnefnd um að máli barns skuli vísað í Barnahús
- sendir greinargerð um frumkönnun í Barnahús ásamt tilvísun.
Hafi barnaverndarstarfsmaður fengið tilkynningu innan 72 klst. eftir að meint misnotkun átti sér stað skal hann vísa barninu í bráðarannsókn. (Utan skrifstofutíma Barnahúss er börnum 14 ára og yngri vísað á neyðarmóttöku barnadeildar Landspítalans en eldri börnum er vísað á neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi. Börnum á  landsbyggðinni er vísað á viðkomandi sjúkrahús eða vakthafandi lækni.)

Hér er tilvísunareyðublað Barnahúss fyrir barnaverndarnefndir

Tilvísun skal senda á Barnahús Gilsárstekk 8, 109 Reykjavík

Innihald greinargerðar til Barnahúss 

Ýtarlegar upplýsingar um barn
Þroski, hvernig barnið er statt miðað við jafnaldra
-upplýsingar frá skóla eða leikskóla og frá foreldrum
-málþroski

Hegðun barns eða hegðunarbreytingar
-upplýsingar frá skóla eða leikskóla og frá foreldrum

Hefur barnið einhverja greiningu eða tekur það einhver lyf?
Félagslegar aðstæður barns og samskipti við foreldra sem það býr ekki með.
Hefur barnið komið áður í Barnahús
Hefur bvn. haft afskipti af málefnum barnsins

Öll fylgigögn. Ef talað er um læknisskoðanir eða annað í greinargerð þurfa læknabréf og allt sem málið varðar að fylgja með.

Gerandi/þáttakendur í kynferðislegum leik
Nafn og aldur
Samskipti barns við viðkomandi
Ef barn hefur sagt frá refsiverðu hátterni og gerandinn er sakhæfur er ástæða til að kæra málið til lögreglu

Upplýsingar um KOF/kynferðislegan leik
Hverjum sagði barnið frá
Hvenær á atburðurinn að hafa gerst og hversu oft*

*ef Bvn. hefur þær upplýsingar eða getur fengið þær frá öðrum en barninu. Barnið á auðvitað aðeins að þurfa að segja einu sinni frá. 

 Ef sækja á um viðtalsmeðferð fyrir barn sem hefur farið í skýrslutöku annarstaðar en í Barnahúsi þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram ef ekki endurrit af skýrslutöku liggur fyrir.

Barnahús leggur sem fyrr áherslu á mikilvægi þess að nákvæmar upplýsingar um málsatvik liggi fyrir áður en viðtalsmeðferð og læknisskoðun fer fram. Því er brýnt að eftirtalin gögn fylgi tilvísunum barna sem gefið hafa skýrslu í fyrir dómi og sækja munu viðtalsmeðferð í Barnahúsi:

1. Minnispunktar þess starfsmanns bvn. sem viðstaddur var skýrslutökuna. Í þeim komi fram:
a) Hvort skýrslutakan virtist barninu auðveld eða erfið, hvort það virtist kvíðið eða hrætt, rólegt, hvort það svaraði spurningum greiðlega/af tregðu eða hvort það neitaði að svara, hvort hugtakaskilningur þess virtist aldurssamsvarandi auk annarra upplýsinga sem máli kunna að skipta.
b) Hvað sagði barnið í skýrslutökunni, tímasetningar atvika og nöfn þeirra sem við sögu komu, hvað gerðist, hversu oft auk annarra upplýsinga sem máli kunna að skipta.
2. Lögregluskýrslur sem teknar hafa verið vegna málsins (ef möguleiki er á að fá þær afhentar).
3. Hver er réttargæslumaður barnsins.
4. Hvort læknisskoðun hafi farið fram (og þá hvar og hvenær) eða hvort óska þurfi eftir læknisskoðun í Barnahúsi.

 Hafi málið verið kært til lögreglu skal barnaverndarstarfsfólk;

- senda greinargerð um frumkönnun til lögreglu og afrit í Barnahús ásamt tilvísun
- taka við tilkynningu frá lögreglu eða dómara um fyrirhugaða skýrslutöku
- upplýsa foreldra barnsins um framkvæmd skýrslutökunnar og boðar þá á staðinn.
- mæta í Barnahús samkvæmt boðun lögreglu eða dómara.

Málsmeðferð í Barnahúsi: Við könnun/rannsókn málsins skal barnaverndarstarfsfólk; 

- fylgjast með skýrslutöku/könnunarviðtali við barnið og gæta hagsmuna þess
- skrá upplýsingar sem koma fram í viðtalinu f.h. barnaverndarnefndar og tilkynnir mál annarra barna til hlutaðeigandi barnaverndarnefndar
- taka ákvörðun um framhald málsins á samráðsfundi með starfsmönnum Barnahúss eftir viðtalið (t.d. þörf fyrir læknisskoðun, greiningu og meðferð) 
- gera skriflega áætlun um meðferð máls skv. 19. gr. barnaverndarlaga.
- fylgjast með rannsókn málsins hjá lögreglu sbr. 14. gr. Barnaverndarlaga.
- skal vera tengiliður barnaverndarnefndar við Barnahús á meðan mál er í vinnslu þar.

Þegar vinnslu máls er lokið í Barnahúsi
Þá skal barnaverndarstarfsfólk taka við skýrslu Barnahúss um greiningu og meðferð 


Helstu markmið Barnahúss er að;

  • skapa vettvang fyrir samstarf og samhæfingu stofnana sem bera ábyrgð á rannsókn og meðferð
    mála er varða kynferðisofbeldi gegn börnum: Dómara, ákæruvalds, lögreglu, barnaverndaryfirvalda og lækna
  • koma í veg fyrir áföll vegna endurtekinna viðtala við börn á ólíkum stöðum og við mismunandi aðila
  • tryggja faglega hæfni, reynslu og þekkingu til að framkvæma rannsóknarviðtöl við börn
    koma á faglegum verklagsreglum við vinnslu mála er varða kynferðisofbeldi
  • efla sérþekkingu um kynferðisofbeldi gegn börnum og miðla þeirri þekkingu jafnt til fagfólks sem almennings
  • tryggja barni viðeigandi greiningu og meðferð
  • tryggja jákvætt umhverfi sem uppfyllir þarfir barna, fyrir rannsóknarviðtöl, læknisskoðun og meðferð.

Þegar barn segir frá ofbeldi
Það er aldrei auðvelt fyrir barn að greina frá kynferðisofbeldi eða öðru ofbeldi. Oft hefur barnið þurft að telja í sig kjark í langan tíma og stundum segir barnið frá slíku án þess að ætla sér það. Ef barn tekur það skref að segja frá slíkri reynslu er mikilvægt að bregðast rétt við.

Trúðu barninu
Láttu barnið vita að það var rétt að segja frá
Fullvissaðu barnið um að ofbeldið sé ekki því að kenna
Hlustaðu á barnið en ekki yfirheyra það
Tryggðu öryggi barnsins
Mundu að þín viðbrögð skipta máli fyrir horfur barnsins og hvernig það tekst á við afleiðingar ofbeldisins

 

 

 

Til baka


Language