Fréttir tengdar Barnahúsi

Hagsmunir barnsins hafðir að leiðarljósi

tobbaHvernig eigum við að bregðast við ef okkur grunar að börn búi við vanrækslu eða ofbeldi? Þær Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir, MSc í sálfræði, leitast við að svara þessari spurningu í nýendurútgefinni bók sinni, Verndum þau. Í Morgunblaðinu þann 4. júlí er viðtal við Þorbjörgu.
Lesa meira

Føroyska Barnahúsið letur upp í ár

Almannaráðið: Kunningarfundur í sambandi við arbeiðið at skipa Barnahús í Føroyum hevur í dag verið í Almannamálaráðnum.

- Føroyska Barnahúsið skal lata upp í Føroyum í ár, og tí var tað sera viðkomandi at hoyra, hvussu tey hava gjørt í grannalondum, sigur Annika Olsen, landsstýriskvinna.

Umleið 50 fakfólk vóru møtt at hoyra serfrøðingar úr Íslandi og Danmark greiða frá tonkunum handan konseptið Barnahús, sum er karmur um tvørfakligt og samskipað tilboð til børn, ið hava verið fyri kynsligum ágangi og øðrum harðskapi. Hetta eru í høvuðsheitunum tænastur, ið longu verða veittar, men sum nú verða samskipaðar betur.

Lesa meira

Biðlistar lengjast hjá Barnahúsi!

Fimmtíu börn eru á biðlista hjá Barnahúsi. Yfir hundrað mál hafa borist frá áramótum eftir að umræða um kynferðisbrot gegn börnum komst í hámæli. Sérfræðingur hjá Barnahúsi segir álagið hefta bataferli barna sem ekki komist að. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.
Lesa meira

Aukið álag getur tafið meðferð!

Í viðtali í Morgunblaðinu þann 7 febrúar segir forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, að þrátt fyrir stóraukið álag á starfsmenn Barnahúss sé enn unnt að sinna hratt skýrslutökum fyrir dómstóla. Hins vegar sé hætt við að önnur verkefni, einkum meðferðarviðtöl við börn, tefjist. Fjórir sérfræðingar vinna hjá Barnahúsi auk ritara og sinnir stofnunin öllu landinu. Tæplega þreföldun varð á málum sem bárust Barnahúsi í janúarmánuði.

Lesa meira


Language