Þjónusta Barnahúss

Skýrslutaka fyrir dómi

- fer fram að beiðni dómara þegar lögregla fer með rannsókn máls. Dómari ákveður hvort hann nýtir sér þjónustu Barnahúss. Sé þess óskað tekur sérfræðingur Barnahúss viðtalið undir stjórn dómara að viðstöddum fulltrúa ákæruvalds, verjanda sakbornings, réttargæslumanni barnsins, fulltrúa barnaverndar og lögreglu. Barnið er ávallt eitt með sérhæfðum viðmælanda í viðtalsherbergi en viðstaddir fylgjast með á sjónvarpskjá og geta beint spurningum til spyrilsins.

Könnunarviðtal – fer fram að beiðni barnaverndarnefnda ef þörf er á þegar ekki er óskað eftir lögreglurannsókn (ss. ef meintur gerandi er ósakhæfur eða tilefni grunsemda er kynferðisleg hegðun barns). Viðstaddur er starfsmaður barnaverndarnefndar en framkvæmdin er að öðru leyti eins og við skýrslutöku.

Sérhæfð greining – barnaverndarnefndir geta að loknu viðtali við barnið óskað eftir greiningu til að meta hugsanlegar afleiðingar kynferðisofbeldisins á barnið og fjölskyldu þess.

Meðferð – hafi greining leitt í ljós þörf á frekari stuðningi geta barnaverndarnefndir óskað eftir meðferð fyrir barnið ásamt ráðgjöf til foreldra. Sérfræðingar Barnahúss sinna greiningu og meðferð í heimabyggð barnsins sé þess óskað.

Læknisskoðun – í Barnahúsi er mjög góð aðstaða til læknisskoðunar. Kvensjúkdómalæknir, barnalæknir og hjúkrunarfræðingur sjá um skoðunina þegar þess er þörf.

Ráðgjöf og fræðsla – leiðbeiningar til þeirra sem þarfnast upplýsinga vegna gruns um kynferðisofbeldi. Fyrirlestrar og fræðsla.

 

Baeklingur um barnahusSmelltu á myndina til að skoða bækling um Barnahús

 

 

Til baka


Language