Kynningar og rannsóknir á MST

Aðferðin er upprunnin í Bandaríkjunum og hefur verið innleidd þar í um 30 ríkjum auk fjölda annarra landa svo sem í Bretlandi, Hollandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Við innleiðingu MST á Íslandi var horft sérstaklega til Noregs en þar var MST innleitt á landsvísu árið 1999.                                                 
 Á heimasíðu MST er að finna nánari upplýsingar um meðferðina


MST er gagnreynd aðferð sem þýðir að sýnt hefur verið fram á góðan árangur með samanburðarrannsóknum
Á heimasíðu MST er hægt að skoða rannsóknir á MST


Hér að neðan má finna fyrirlestra tengda MST á Íslandi:

Fræðsludagur um MST
Barnaverndarstofa stóð fyrir fræðsludegi um MST í júní 2008.  Fyrirlesarar voru Bernadette Christensen verkefnisstjóri fyrir MST í Noregi, Anne Cathrine Strütt MST-handleiðari og Halldór Hauksson sálfræðingur. Hér má skoða glærur fyrirlesara:
Bernadette og Anne Cathrine - Kynning á innleiðingu MST í Noregi
Bernadette og Anne Cathrine - MST ferilslýsing
Halldór Hauksson sálfræðingur - Innleiðing MST á Íslandi

MST ráðstefna maí 2005
Barnaverndarstofa efndi til ráðstefnu um MST meðferðina 12. maí 2005. Aðalfyrirlesari var dr. Scott Henggeler, sem er forvígismaður MST kerfisins, en með honum komu nokkrir samverkamenn við Læknaháskólann í Suður Karólínufylki sem þróað hafa þessa meðferð, ásamt Terje Ogden prófessor við Oslóarháskóla, sem hefur haft með höndum árangursmat á innleiðingu MST í Noregi undanfarin ár. Á ráðstefnunni var m.a. gerð grein fyrir fræðilegum grunni meðferðarinnar, framkvæmd hennar í Bandaríkjunum og Noregi og þeim árangri sem náðst hefur. Hér fyrir neðan er hægt að skoða glærur frá fyrirlesurum ráðstefnunnar.
Bragi Guðbrandsson - opnunarávarp
Dr. Scott Henggeler - Multisystemic Therapy (MST): Basec of success in treating serious clinical problems in children and adolescents -
Dr.Terje Ogden -  Implementing and evaluating MST in Norway
Dr. Cynthia Swenson - MST for Child abuse and neglect: What do we know and where are we headed?
Marshall Swenson - MST Program Development
Melisa D. Rowland - MST for Youths Exhibiting Serious Mental Health Problems

Til baka


Language