Upplýsingar foreldra um árangur

Staðan 6,12 og 18 mánuðum eftir meðferð

 

Við innleiðingu MST á Íslandi voru sett landsmarkmið (heildarmarkmið) fyrir MST. Þessi heildarmarkmið eru metin í upphafi meðferðar, við lok meðferðar og 6, 12 og 18 mánuðum eftir meðferð. Við upphaf meðferðar eru markmiðin metin útfrá tilvísunarástæðum og þeim yfirmarkmiðum sem sett eru í byrjun meðferðar í hverju máli fyrir sig. Við lok meðferðar eru heildarmarkmið metin af MST-teymi út frá upplýsingum frá foreldrum, skóla og lögreglu. Þrisvar sinnum á 18 mánaða tímabili eftir MST meðferð eru heildarmarkmið metin útfrá upplýsingum frá foreldrum (starfmaður Barnaverndarstofu hefur samband við foreldra símleiðis) og lögreglu.

Við lok meðferðar eru einnig metnir svokallaðir áhrifaþættir í árangri. Er þar vísað í þætti sem niðurstöður fjölmargra MST rannsókna hafa sýnt að hafi afgerandi áhrif á ofangreind heildarmarkmið. Árhifaþættirnir eru metnir af MST teymi útfrá upplýsingum frá foreldrum og öðrum lykilaðilum í umhverfi fjölskyldunnar.

Hér má sjá stöðu landsmarkmiða í maí 2013

Hér er hægt að skoða Markmið og leiðbeiningar fyrir Ísland þar sem koma fram upplýsingar fyrir Barnaverndarstarfsmenn um markhóp, umsóknarskilyrði, mat á árangri ofl. 

Til baka


Language