Hér er hægt að finna á undirsíðum verklag, staðla og annað sem tengist vinnslu barnaverndarmála

Verklag við könnun og gerð áætlana

Verklag vegna vistana barna 

Verklagsreglur skóla- og heilbrigðisstarfsfólks 

Skilgreiningar- og flokkunarkerfi í barnavernd

Reglur um samstarf barnaverndarnefnda og meðferðarheimila Barnaverndarstofu

Heimild til að fela starfsmönnum könnun og meðferð mála og framsal valds

Annað

Foreldar með þroskahömlun:
Dr. Maurice Feldman kanadískur prófessor er leiðandi í heiminum á sviði rannsókna, þróunar og mats á foreldrafræðslu fyrir foreldra með þroskahömlun.  Nánari upplýsingar hér.
Vakin er athygli á bókinni „Parents with Intellectual Disabilities – Past, Present and Futures“ sem kom út í apríl 2010. Ritstjórn bókarinnar var í höndum Gwynnyth Llewellyn, Rannveigar Traustadóttur, David McConnell og Hönnu Bjargar Sigurjónsdóttur. Upplýsingar um bókina má nálgast hér.

Áfalla aðstoð:
Monica Fitzgerald - hélt námskeið á vegum Barnaverndarstofu á árinu 2010 um meðferðarþörf barna sem glíma við afleiðingar áfalla og eru til umfjöllunar hjá barnaverndarnefndum. Dr. Fitzgerald og samstarfsfólk hennar hefur sinnt námskeiðahaldi og ráðgjöf við starfsfólk í velferðarþjónustu og barnavernd sem fjallar um mál barna sem glíma við afleiðingar langvarandi álagsaðstæðna eða áfalla. Hér getur verið um að ræða misnotkun, heimilisofbeldi, áfallatengd sorgarviðbrögð, vanrækslu eða annað. Áhersla er lögð á að viðkomandi starfsfólk hafi þekkingu á vægi slíkra atburða í þeim heildarvanda barns sem er til umfjöllunar og getur leitt til þess að barn er vistað utan heimilis. Einnig að til staðar sé þekking á viðurkenndum (gagnreyndum) aðferðum í meðferð áfalla og hvaða fagaðilar hafa þjálfun í slíkum aðferðum. Síðast en ekki síst er lögð áhersla á að foreldrar, fósturforeldrar eða aðrir umönnunaraðilar barns með flókinn vanda séu upplýstir um vægi áfallaatburðanna og geri sér betur grein fyrir áhrifunum á hegðun og þarfir barnsins. Með þessu móti aukast líkur á öryggi og stöðugleika sem auk þess að vera grunnatriði í umönnun og uppeldi er forsenda sérhæfðrar meðferðar af þessu tagi. Sjá glærur hennar hér.

Á námskeiði Dr. Fitzgerald á Barnaverndarstofu var fjallað um ofangreint efni. Einnig var fjallað um mikilvægi gagnreyndra aðferða í meðferð eins og TF-CBT. Athygli vakti að í TF-CBT er lögð mikil áhersla á þátt foreldra í meðferð barnanna (en það á einnig við MST – fjölkerfameðferð – sem er í flokki gagnreyndra aðferða). Á námskeiðinu m.a. unnið útfrá eftirfarandi spurningum:

1.Hverskonar áfallareynslu er mikilvægt að einblína á og hvernig metum við vægi hennar í samhengi við þann heildarvanda barns sem er til umfjöllunar hverju sinni? 2.Spurningar sem koma upp þegar barn hefur orðið fyrir alvarlegri/endurtekninni áfallareynslu og aðstæður barns eru þannig að þörf er talin fyrir vistun utan heimilis, svo sem: a.Hvaða þarfir eru í fyrirrúmi þegar barn er sem orðið hefur fyrir áföllum er tekið af heimili?
b.Mat á þörfum barns þegar vistunar- eða fósturúrræði er þannig staðsett að möguleiki á sérhæfðri áfallameðferð er síður til staðar? 3.Hvar í verklaginu þarf að efla skimun fyrir áfallareynslu og hvenær er þörf á sérhæfðari greiningu og sérhæfðri áfallameðferð, eins og til dæmis TF-CBT?
Nánari upplýsingar um Monicu M. Fitzgerald:
Monica M. Fitzgerald, Ph.D., is a licensed clinical psychologist and Assistant Professor at The University of Colorado-Denver in the Department of Pediatrics in the School of Medicine. She is the Director of Training and Evaluation in the Child Trauma Program and primarily works on Denver-Kempe Childhood Trauma Collaborative projects with the Denver Department of Human Services. This Collaborative is part of the National Child Traumatic Stress Network, which aims to raise the quality of mental health care for trauma-exposed children and their families. Dr. Fitzgerald's research focuses on studying the impact of child abuse and trauma exposure on children's psychosocial and emotional adjustment, family communication patterns, and the dissemination and implementation of evidence supported, trauma-informed interventions in community settings. Dr. Fitzgerald is an expert trainer in several evidence supported treatments, including TF-CBT and AF-CBT and regularly conducts trainings, consultation, and evaluation nationally on these models. She is Board member of the American Professional Society on the Abuse of Children (APSAC). Dr. Fitzgerald maintains a clinical practice and provides trauma-focused treatment youth and families who have experienced abuse or other trauma.

Nánari upplýsingar umTrauma Focused Cognitive Behavioral Therapy:
What is Trauma-Focused Cognitive Behavioral Therapy (TF-CBT)? TF-CBT is a short-term, evidence-based treatment for children ages 3 to 18 years of age who have experienced trauma (e.g., child abuse, domestic violence, traumatic grief, and other traumatic events) and their caregivers. This components-based psychotherapy model incorporates trauma-sensitive interventions with cognitive behavioral, family, and humanistic principles.TF-CBT is empirically supported for use with youth impacted by trauma and co-occurring mental health problems. It is designated a Model Program by the SAHMSA National Child Traumatic Stress Network (NCTSN) and it has been given the highest scientific rating as a Well-Supported-Effective Practice by the California Evidence-Based Clearinghouse for Child Welfare (http://www.cachildwelfareclearinghouse.org). Clinical research shows that TF-CBT significantly reduces children's symptoms of PTSD as well as improves overall mental health in children and caregivers.
  Upptaka af kynningu á tveimur úrræðum á vegum Barnaverndarstofu þ.e. "hópmeðferð fyrir börn sem búa við heimilisofbeldi" og "sálfræðiþjónusta vegna óviðeigandi kynhegðunar" sem haldin var 7. febrúar 2011 í fundarsal Barnaverndarstofu
Til baka


Language