Verklagsreglur

Verklag við könnun máls á grundvelli 35. gr. barnaverndarlaga  

Verklagsreglur vegna umsókna til Barnavernarstofu um styrkt fóstur

Verklagsreglur skólafólks

Verklagsreglur  heilbrigðisstarfsfólks

Verklag við beitingu neyðarráðstafana skv. 31. gr. barnaverndarlaga
 
Staðlar fyrir vistun eða fóstur barna á vegum barnaverndar-yfirvalda  Verklagsreglur um meðferð mála þegar grunur er um líkamlegt ofbeldi 
Reglur um samstarf barnaverndarnefnda og meðferðarheimila  Leiðbeiningar um gerð reglna um könnun og meðferð mála og framsal valds til starfsmanna barnaverndanefnda  

Skilgreiningar- og flokkunarkerfi í barnavernd 

Verklagsreglur um meðferð mála þegar foreldrar eru með þroskahömlun (seinfærir foreldrar) 
Sjá nánar neðst á þessari síðu.

Verklag vegna gruns um ofbeldi gangvart ungbarni  

Verklag við beitingu neyðarráðstafana skv. 31. gr. barnaverndarlaga
Meginregla barnaverndarlaga er sú að viðhafa skuli ákveðna málsmeðferð áður en gripið er til þvingunarúrræða, svo sem að leiðbeina aðilum, kynna þeim gögn og gefa þeim kost á að tjá sig. Ef ljóst þykir að barni stafi hætta af því að fara þessa leið er hægt að grípa strax til ráðstöfunar sbr. 31. gr. bvl. Þær ráðstafanir sem hér koma aðallega til skoðunar eru þær sem varða töku barns af heimili eða kyrrsetningu þess á stað þar sem það er. Hér geta þó komið til álita allar ráðstafanir barnaverndarnefnda sem annars þyrfti að úrskurða um, svo sem að stöðva för barns úr landi eða stöðva umgengni við barn í fóstri.

Verklag við könnun máls á grundvelli 35. gr. barnaverndarlaga  
Ef barnaverndarnefnd fær ábendingu um að atferli manns, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant skal nefndin ef hún telur tilefni til hefja könnun málsins í samræmi við ákvæði 21. gr. bvl. um málsmeðferð vegna tilkynninga.  Ákvörðun um könnun skal tilkynna viðkomandi starfsmanni og vinnuveitanda hans ef við á. Nefndin skal tilkynna um niðurstöðu könnunar til starfsmanns og vinnuveitanda hans og setja fram tillögur til úrbóta. 

Verklagsreglur vegna umsókna til Barnavernarstofu um styrkt fóstur
Hér er að finna verklagsreglur fyrir barnaverndarnefndir vegna umsókna um styrkt fóstur

Verklagsreglur um meðferð mála þegar grunur er um líkamlegt ofbeldi gegn barni
Líkamlegt ofbeldi er ofbeldi sem beint er að börnum og hefur leitt til þess að barnið skaðast andlega og/eða líkamlega eða er líklegt til þess. Barnið getur borið merki ofbeldisins eins og t.d. marbletti, brunasár eða beinbrot sem barnið og/eða foreldrar reyna að fela og eiga erfitt með að útskýra á trúverðugan hátt. Hins vegar er ekki alltaf um sjáanlega áverka að ræða, jafnvel þó að um alvarlegt ofbeldi sé að ræða. Líkamlegar refsingar teljast til líkamlegs ofbeldis, enda er slíkt til þess fallið að valda börnum andlegu og líkamlegu tjóni.

Verklagsreglur um meðferð mála þegar foreldrar eru með þroskahömlun (seinfærir foreldrar). Áhersla barnaverndarlaga á hraða málsmeðferð, fresti og tímamörk getur aukið á erfiðleika foreldra með þroskahömlun.

Verklag vegna gruns um ofbeldi gangvart ungbarni
Eftirfarandi verkleg gildir þegar barnaverndarnefnd hafa borist upplýsingar um að barn á fyrsta aldursári kunni að hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi af hálfu forsjáraðila/heimilismanns/umönnunaraðila.

Verklagsreglur til heilbrigðisstarfsfólks
Hér má finna verklagsreglur er unnar voru af nefnd er sérstaklega var skipuð til þes sað vinna að verklagsreglum fyrir heilbrigðisstarfsfólk vegna tilkynningaskyldu til barnaverndarnefnda. Verklagsreglunum er ætlað að minna á tilkynningaskylduna og um leið að auðvelda og skýra þær boðleiðir sem nota þarf.

Verklagsreglur skólafólks
Verklagsreglurnar eru unnar í samstarfi fulltrúa menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Barnaverndar Reykjavíkur og Barnaverndarstofu. Þær varða börn upp að 18 ára aldri og ná því til allra starfsmanna leik- og grunnskóla og fyrstu bekkja framhaldsskóla.


skraning--mynd-m-rammaSkilgreiningar- og flokkunarkerfi í barnavernd -SOF á PDF
Er verkfæri fyrir starfsfólk barnaverndarnefnda ætlað að bæta samræmi í skráningu barnaverndarmála og til að auka líkur á að tekið sé á málum með svipuðum hætti.Stadlar--mynd-minniStaðlar fyrir vistun eða fóstur barna á vegum barnaverndaryfirvalda á PDF
eru ætlaðir til að skilgreina kröfur um verklag, bæta gæði umönnunar og meðferðar og treysta öryggi og rétt barna sem vistuð eru utan heimilis á Íslandi. Staðall er skilgreining á gæðakröfu eða lýsing á því hvernig vel sé staðið að einstökum verkþætti við vistun barns eða fóstur utan heimilis á vegum barnaverndaryfirvalda

 
Reglur um samstarf barnaverndarnefnda og meðferðarheimila undir yfirstjórn Barnaverndarstofu Reglur þessar voru settar af Barnaverndarstofu og gilda eftir því sem við á um meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga og öll meðferðarheimili á vegum ríkisins sem rekin eru skv. 5. mgr. 51. gr. barnaverndarlaga og lúta yfirstjórn Barnaverndarstofu. Reglur þessar gilda frá og með 1. mars 2001.
Leiðbeiningar um gerð reglna um könnun og meðferð mála og framsal valds til starfsmanna barnaverndarnefnda

Fjallað er um starfslið barnaverndarnefnda í 14. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 en skv. 1. mgr. ákvæðisins skal barnaverndarnefnd ráða sérhæft starfslið eða tryggja sér aðgang að viðeigandi sérþekkingu með öðrum hætti. Barnaverndarnefnd er heimilt að fela starfsmönnum könnun og meðferð einstakra mála eða málaflokka og framselja tilgreindum starfsmönnum vald til að taka einstakar ákvarðanir samkvæmt heimild í 3. mgr. 14. gr. laganna og 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 56/2004, um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd.Foreldar með þroskahömlun:
Dr. Maurice Feldman kanadískur prófessor er leiðandi í heiminum á sviði rannsókna, þróunar og mats á foreldrafræðslu fyrir foreldra með þroskahömlun.  Nánari upplýsingar hér.
Vakin er athygli á bókinni „Parents with Intellectual Disabilities – Past, Present and Futures“ sem kom út í apríl 2010. Ritstjórn bókarinnar var í höndum Gwynnyth Llewellyn, Rannveigar Traustadóttur, David McConnell og Hönnu Bjargar Sigurjónsdóttur. Upplýsingar um bókina má nálgast hér.

Áfalla aðstoð:
Monica Fitzgerald - hélt námskeið á vegum Barnaverndarstofu á árinu 2010 um meðferðarþörf barna sem glíma við afleiðingar áfalla og eru til umfjöllunar hjá barnaverndarnefndum. Dr. Fitzgerald og samstarfsfólk hennar hefur sinnt námskeiðahaldi og ráðgjöf við starfsfólk í velferðarþjónustu og barnavernd sem fjallar um mál barna sem glíma við afleiðingar langvarandi álagsaðstæðna eða áfalla. Hér getur verið um að ræða misnotkun, heimilisofbeldi, áfallatengd sorgarviðbrögð, vanrækslu eða annað. Áhersla er lögð á að viðkomandi starfsfólk hafi þekkingu á vægi slíkra atburða í þeim heildarvanda barns sem er til umfjöllunar og getur leitt til þess að barn er vistað utan heimilis. Einnig að til staðar sé þekking á viðurkenndum (gagnreyndum) aðferðum í meðferð áfalla og hvaða fagaðilar hafa þjálfun í slíkum aðferðum. Síðast en ekki síst er lögð áhersla á að foreldrar, fósturforeldrar eða aðrir umönnunaraðilar barns með flókinn vanda séu upplýstir um vægi áfallaatburðanna og geri sér betur grein fyrir áhrifunum á hegðun og þarfir barnsins. Með þessu móti aukast líkur á öryggi og stöðugleika sem auk þess að vera grunnatriði í umönnun og uppeldi er forsenda sérhæfðrar meðferðar af þessu tagi. Sjá glærur hennar hér.

Á námskeiði Dr. Fitzgerald á Barnaverndarstofu var fjallað um ofangreint efni. Einnig var fjallað um mikilvægi gagnreyndra aðferða í meðferð eins og TF-CBT. Athygli vakti að í TF-CBT er lögð mikil áhersla á þátt foreldra í meðferð barnanna (en það á einnig við MST – fjölkerfameðferð – sem er í flokki gagnreyndra aðferða). Á námskeiðinu m.a. unnið útfrá eftirfarandi spurningum:
1.Hverskonar áfallareynslu er mikilvægt að einblína á og hvernig metum við vægi hennar í samhengi við þann heildarvanda barns sem er til umfjöllunar hverju sinni? 2.Spurningar sem koma upp þegar barn hefur orðið fyrir alvarlegri/endurtekninni áfallareynslu og aðstæður barns eru þannig að þörf er talin fyrir vistun utan heimilis, svo sem: a.Hvaða þarfir eru í fyrirrúmi þegar barn er sem orðið hefur fyrir áföllum er tekið af heimili?
b.Mat á þörfum barns þegar vistunar- eða fósturúrræði er þannig staðsett að möguleiki á sérhæfðri áfallameðferð er síður til staðar? 3.Hvar í verklaginu þarf að efla skimun fyrir áfallareynslu og hvenær er þörf á sérhæfðari greiningu og sérhæfðri áfallameðferð, eins og til dæmis TF-CBT?
Nánari upplýsingar um Monicu M. Fitzgerald:
Monica M. Fitzgerald, Ph.D., is a licensed clinical psychologist and Assistant Professor at The University of Colorado-Denver in the Department of Pediatrics in the School of Medicine. She is the Director of Training and Evaluation in the Child Trauma Program and primarily works on Denver-Kempe Childhood Trauma Collaborative projects with the Denver Department of Human Services. This Collaborative is part of the National Child Traumatic Stress Network, which aims to raise the quality of mental health care for trauma-exposed children and their families. Dr. Fitzgerald's research focuses on studying the impact of child abuse and trauma exposure on children's psychosocial and emotional adjustment, family communication patterns, and the dissemination and implementation of evidence supported, trauma-informed interventions in community settings. Dr. Fitzgerald is an expert trainer in several evidence supported treatments, including TF-CBT and AF-CBT and regularly conducts trainings, consultation, and evaluation nationally on these models. She is Board member of the American Professional Society on the Abuse of Children (APSAC). Dr. Fitzgerald maintains a clinical practice and provides trauma-focused treatment youth and families who have experienced abuse or other trauma.

Nánari upplýsingar umTrauma Focused Cognitive Behavioral Therapy:
What is Trauma-Focused Cognitive Behavioral Therapy (TF-CBT)? TF-CBT is a short-term, evidence-based treatment for children ages 3 to 18 years of age who have experienced trauma (e.g., child abuse, domestic violence, traumatic grief, and other traumatic events) and their caregivers. This components-based psychotherapy model incorporates trauma-sensitive interventions with cognitive behavioral, family, and humanistic principles.TF-CBT is empirically supported for use with youth impacted by trauma and co-occurring mental health problems. It is designated a Model Program by the SAHMSA National Child Traumatic Stress Network (NCTSN) and it has been given the highest scientific rating as a Well-Supported-Effective Practice by the California Evidence-Based Clearinghouse for Child Welfare (http://www.cachildwelfareclearinghouse.org). Clinical research shows that TF-CBT significantly reduces children's symptoms of PTSD as well as improves overall mental health in children and caregivers.
  Upptaka af kynningu á tveimur úrræðum á vegum Barnaverndarstofu þ.e. "hópmeðferð fyrir börn sem búa við heimilisofbeldi" og "sálfræðiþjónusta vegna óviðeigandi kynhegðunar" sem haldin var 7. febrúar 2011 í fundarsal Barnaverndarstofu
Til baka


Útlit síðu:

Language