Hér er að finna verklag barnaverndarnefnda vegna fylgdarlausra barna sem sækja um alþjóðlega vernd

Verklag um upplýsingagjöf barnaverndarnefnda til Barnaverndarstofu vegna fylgdarlausra barna sem sækja um alþjóðlega vernd

  1. Bvn sem fær upplýsingar um fylgdarlaust barn ber tafarlaust að hefja vinnslu málsins.

  2. Bvn sendir Bvs upplýsingar um barn á eyðublaði frá Bvs eigi síðar en viku eftir að bvn bárust upplýsingar um barnið. Eyðublaðið er sent rafrænt á bvs@bvs.is.

  3. Starfsmaður Bvs sem fer með hagsmunagæslu barnsins hefur samband við starfsmann bvn og ákveðinn er fastur tími fyrir vikulega símafundi Bvs og bvn.

  4. Starfsmaður bvn hringir í þann starfsmann Bvs sem fer með hagsmunagæslu á þeim tíma sem ákveðinn er fyrir vikulega símafundi vegna máls barnsins.

    1. Um leið og barn er komið í vistun á vegum bvn fækkar reglulegum símafundum og verða á u.þ.b. þriggja vikna fresti.

    2. Bvs skráir samtalið, þ.á m. hvað var rætt og hvenær næsti símafundur verður, og sendir á bvn til staðfestingar.

  5. Starfsmaður bvn sendir tölvupósta til þes starfsmanns Bvs sem fer með hagsmunagæslu um framvindu máls um leið og upplýsingar liggja fyrir, s.s. um hvenær barn á að fara í aldursgreiningu/viðtal í Barnahúsi/læknisskoðun/ákvarðanir sem teknar eru í máli barnsins, s.s. varðandi veitingu hælis/dvalarleyfis/ákvörðunar um aldur. o.s.frv. Sama gildir um að upplýsa þann starfsmann Bvs sem fer með hagsmunagæslu um niðurstöðu slíkra viðtala/skoðana/ákvarðana um leið og þær liggja fyrir.

  6.  Starfsmaður bvn ráðfærir sig að öðru leyti við þann starfsmann Bvs sem fer með hagsmunagæslu eftir því sem þörf er á. M.a. skal leita samráðs hjá Bvs áður en máli er lokað eða það flutt til annarrar nefndar.

Eyðublað vegna upplýsinga um fylgdarlaust barn sem sækir um alþjóðlega vernd

Í word formi

Á PDF formi
Til baka


Language