Verklagsreglur um tilkynningaskyldu skóla- og heilbrigðisstarfsfólks til barnaverndarnefnda

vegna gruns um vanrækslu og/eða ofbeldi gagnvart barni, barn stofni eigin lífi i hættu eða lífi eða heilsu ófædds barns sé stefnt í hættu

Verklagsreglurnar um tilkynningaskyldu starfsmanna leik- grunn og framhaldsskóla til barnaverndarnefna eru unnar í samstarfi fulltrúa menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Barnaverndar Reykjavíkur og Barnaverndarstofu. Þær varða börn upp að 18 ára aldri og ná því til allra starfsmanna leik- og grunnskóla og fyrstu bekkja framhaldsskóla.


Verklagsreglurnar um tilkynningarskyldu heilbrigðisstarfsfólks til barnaverndarnefnda eru unnar í samstarfi starfsfólks Landspítala háskólasjúkrahúss, heilsugæslu Höfuðborgarsvæðis, Barnaverndar Reykjavíkur og Barnaverndarstofu. Þær varða börn að 18 ára aldri og þungaðar konur. Verklagsreglurnar ná til alls starfsfólks heilbrigðisstofnana.


Verklag vegna gruns um ofbeldi gagnvart ungbarni. Eftirfarandi verklag gildir þegar barnaverndarnefnd hafa borist upplýsingar um að barn á fyrsta aldursári kunni að hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi af hálfu forsjáraðila/heimilismanns/umönnunaraðila.

Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining Sænsk grein sem birtist í Klinik og Vetenskap 2014 um áverka af völdum ofbeldis gagnvart ungbörnum.
Þýðendur: Páll Ólafsson félagsráðgjafi MSW, Karítas Gunnarsdóttir Hjúkrunarfræðingur MSc og Lúther Sigurðsson barnalæknir 
Til baka


Language