Viðburðadagatal

Annað námskeið fyrir byrjendur í barnavernd árið 2019 ATH! Námskeiðið er eingöngu fyrir starfsfólk sem vinnur í barnavernd

Vinnsla barnaverndarmála - dags. 6. og 7. mars 2019 Barnaverndaryfirvöld, grundvallarreglur í barnaverndarstarfi, ferill barnaverndarmáls og úrræði á ábyrgð barnaverndarnefnda.

  • 6.3.2019 - 7.3.2019, 10:00 - 16:00, Fundarsalur Barnaverndarstofu

Barnaverndarstofa mun nú í þriðja sinn bjóða uppá námskeið fyrir byrjendur í barnavernd, að þessu sinni á vorönn 2019.  

Skráningu skal senda á bvs@bvs.is.  
Þó við vonum að það verði góð mæting á námskeiðin erum við með fjöldatakmörk á hópunum - hámark 18 manns svo fyrstir koma fyrstir fá (ekki er ætlast til þess að nemar í starfsþjálfun taki þátt í þessum námskeiðum). Einnig verða sömu skilyrði á þátttöku og áður. Þátttaka á námskeiði nr 2 skilyrði til að taka þátt í nr 3 og þátttaka í nr 3 skilyrði til að taka þátt í nr 4.  

Hér eru dagsetningar og heiti námskeiðanna - (ATH! við verðum með fjögur námskeið að þessu sinni í stað þriggja.) 

Námskeiðin eru frá kl 10:00 - 16:00 og eru haldin í sal Barnaverndarstofu, Borgartúni 21. 3. hæð. (stofan býður þátttakendum upp á mat námskeiðsdagana.) (Dagskrá er kynnt með fyrirvara um breytingar)
Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu.  

1. Meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu - dags. 6. og 7. febrúar 2019   

Kynning á úrræðum Barnaverndarstofu: MST, Stuðlar, Meðferðarheimili, Barnahús, SÓK og PMTO. Seinni daginn eftir hádegi verða heimsóknir til MST, Stuðla og í Barnahús.  

2. Vinnsla barnaverndarmála - dags. 6. og 7. mars 2019  

Barnaverndaryfirvöld, grundvallarreglur í barnaverndarstarfi, ferill barnaverndarmáls og úrræði á ábyrgð barnaverndarnefnda.  

3. Gerð greinargerða og áætlana - dags. 10. og 11. apríl 2019  

Könnun máls, niðurstaða könnunar, áætlanagerð og umsóknir til BVS 

4. Vistanir utan heimilis og ráðstafanir í fóstur - dags. 8. og 9. maí 2019  

Vistanir utan heimilis, 21 gr og 33 gr áætlanir, ráðstafanir barna í fóstur, tímabundið, varanlegt og styrkt fóstur. Seinni daginn eftir hádegi verður farið í heimsókn til Umboðsmanns barna þar sem þátttakendur fá fræðslu um embættið og réttindi barnaLanguage