Viðburðadagatal

Fundur vegna fræðslu BVS og ýmsra annarra mála

Barnaverndarstofa boðar yfirmenn, sviðsstjóra, deildarstjóra barnaverndarstarfs til fundar

  • 11.1.2018, 10:00 - 16:00, Fundarsalur Barnaverndarstofu

Þar viljum við ræða fræðslumál BVS og reynslu af þremur námskeiðum fyrir byrjendur í barnavernd sem haldin hafa verið á haustönninni og ætlunin er að halda aftur á vorönn og svo reglulega.

Einnig viljum við ræða:

  • Mörk barnaverndarmála og samspil við önnur kerfi (s.s. fötlunarkerfi, barnalög) - hvernig á að meta tilkynningar td frá skólum, heilbrigðisþjónustu, hvað er skólans og hvað er barnaverndar.
  • Hvernig er unnið með tilkynningar skv 35 gr bvl, þ.á m. hvernig á að vinna tilkynningar sem þriðji aðili tilkynnir
  • Hvernig eru beiðnir um aðgang að gögnum afgreiddar hjá barnaverndarnefndum, á hvaða lagagrunni er beiðnin afgreidd o.s.frv.
  • Vald starfsmanna í barnavernd - hvert er hlutverk bv starfsmanna - heiðarleiki trúnaður meðferðarsamband vald
  • Áætlanir sem verkfæri, verklag og samvinna við gerð áætlana  
  • Hvernig innleiðum við verklag - hvernig viðhöldum við vinnubrögðum

Við viljum hvetja ykkur til að koma á fundinn þann 11 janúar. Við viljum hitta félagsmálastjóra, yfirmenn barnaverndar, sviðstjóra og/eða deildarstjóra í barnavernd, Við hvetjum ykkur til að: Skrá ykkur á netfangið pallo@bvs,is fyrir 15. desember nk. 
 Language