Viðburðadagatal

Fræðslufundur um rétt til upplýsinga og gagna hjá barnaverndarnefndum

Fyrir formenn og fulltrúa barnaverndarnefnda, félagsmálastjóra og starfsfólk barnaverndarnefnda

  • 6.3.2018, 10:00 - 13:00, Menntavísindasvið HÍ (Kennaraskólinn)

Fræðslufundur um rétt til upplýsinga og gagna hjá barnaverndarnefndum 6. mars 2018 kl 10 00 - 13 00 (kaffi og með því innifalið en ekki hádegismatur) 

Efni fundarins: Farið verður yfir rétt og heimild til aðgangs að gögnum hjá barnaverndarnefndum; samspil 45. gr. barnaverndarlaga (Upplýsingaréttur og aðgangur að gögnum máls ) við 15. 16. og 17. gr. stjórnsýslulaga (Upplýsingaréttur, Gögn undanþegin upplýsingarétti, Takmörkun á upplýsingarétti ), hvaða reglur gilda um aðgang að upplýsingum skv. III. kafla upplýsingalaga ( Aðgangur aðila að upplýsingum um hann sjálfan ) og hvernig á að haga málsmeðferð og framkvæmd þegar ákveðið er að takmarka eða synja um aðgang að gögnum. 

Fyrir hverja: Formenn og fulltrúa barnaverndarnefnda, félagsmálastjóra og starfsfólk barnaverndarnefnda  

Kostnaður: Enginn 

Kennari: Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur og varaformaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál.  

Fundarstaður: Menntavísindasvið Háskóla Íslands Stakkahlíð. ( Gamli Kennaraháskólinn) Salurinn heitir Bratti, gengið inn af bílastæði Háteigsmegin.  

Streymi: Boðið verður uppá streymi af fundinum og verða þeir sem vilja nýta sér það að skrá sig á fundinn með nafni og netfangi og beiðni um að fá aðgang að steymi.  

Skráning er hafin á bvs@bvs.is - sendið nafn, netfang og vinnustað - skráningarfrestur er til 2 mars

Þeir sem ætla að horfa á fundinn í streymi smella á slóðina:
https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=9c61a289-c4cc-4b5f-9ea4-a9ad06e4479a 

Hér er að sjá glærur frá fyrirlestrinum  
 

 Language