Viðburðadagatal

ESTER málþing

Innleiðing ESTER á Íslandi - hvar erum við stödd - hvert erum við á leið?

  • 27.1.2017, 12:00 - 16:00, Grand Hótel, Ókeypis

Núna stendur yfir hjá barnaverndarnefndum landsins lokaspretturinn í innleiðingu ESTER, sem er sænskt matstæki til að meta áhættu og verndandi þætti hjá börnum og fjölskyldum í vanda. (ESTER er skammstöfun yfir – Evidensbaserad Strukturerad Bedömning av Risk och Skyddsfaktorer)
Af þessu tilefni stendur Barnaverndarstofa fyrir málþingi um ESTER sem haldin verður á Grand Hótel föstudaginn 27 janúar kl 12 - 16.

12 00 - 12 30 Why ESTER? - Henrik Andershed
12 30 - 13 00 Kynning á innleiðingu ESTER á Íslandi - Páll Ólafsson
13 00 - 13 30 Hvernig fer ESTER mat fram? - Páll Ólafsson ofl
13 30 - 14 00 Veglegar veitingar
14 00 - 14 30 Pallborðsumræður - ESTER í raun
(Starfsfólk segir frá ESTER - reynslu - upplifun - kostum - göllum)
14 30 - 15 30 Umræður á borðum - SWOT greining á áframhaldandi innleiðingu 
(Styrkleikar, veikleikar, tækifæri og áskoranir)
15 30 - 16 00 Framtíðarsýn - Bragi Guðbrandsson og fulltrúi félagsmálastjóra.
(Ath! Dagskrá getur tekið breytingum)
Hægt að skrá sig á netfangið pallo@bvs.is fyrir 15. janúar nk.

Aðgangur er ókeypis 

Samtals hafa 193 starfsmenn frá öllum barnaverndarnefndum landsins og þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar tekið þátt í fjórum námskeiðum um ESTER ásamt því að hafa fengið handleiðslu á mál sín. Hingað hefur komið höfundur matstækisins Henrik Andershed prófessor við háskólann í Örebro í Svíþjóð og kennt á þessum námskeiðum en einnig hafa starfsmenn Barnaverndarstofu og sveitarfélagsins Hudiksvall í Svíþjóð komið að þeim. Jafnframt þessu var allt ESTER efni þýtt og staðfært úr sænsku yfir á Íslensku, þ.e.a.s. ESTER handbók, ESTER matsbók, sex útgáfur ESTER skimunarlista og ESTER tölvukerfið. Allt þetta var mögulegt án kostnaðar fyrir sveitarfélögin vegna veglegs styrks frá Erasmus+ í gegnum skrifstofu Evrópu unga fólksins á Íslandi. Innleiðing ESTER byrjaði 1. febrúar 2015 og lýkur 31 janúar 2017.
Okkur þykir mikilvægt að fólk sé meðvitað um það sem er efst á baugi í barnavernd á Islandi og viljum því bjóða á málþing um ESTER innleiðinguna. Við viljum að það sé vitað hvað er verið að gera í málaflokknum sem er að þessu sinni að innleiða vinnuaðferð - matstæki sem á að bæta vinnubrögð og vinnulag við könnun mála í barnavernd og félagsþjónustu ásamt því að það gefur okkur möguleika á því að mæla árangur inngripa okkar. Því það á við í þessum málaflokki eins og öðrum að þú getur ekki vitað hvort það sem þú ert að gera er að virka ef þú ert ekki með tæki til að mæla árangurinn og ESTER getur verið mælitækið í þessum málaflokki.      Language