Viðburðadagatal

Kynningarfundur vegna stuðnings við kyn- og fósturforeldra barna sem eru í tímabundnu fóstri. ATH! Fundurinn er eingöngu fyrir starfsfólk sem vinnur í barnavernd

Barnaverndarstofa boðar til kynningarfundar í samstarfi við Barnavernd Reykjavíkur föstudaginn 8. febrúar nk. kl. 10:30 til 12:00 í Borgartúni 12-14 fundarsalur Vindheimar á 7. hæð. Kynningin verður aðgengileg í gegnum fjarfundarbúnað.

  • 8.2.2019, 10:30 - 12:00, Barnavernd Reykjavíkur

Fjallað verður um tilraunaverkefni sem snýr að innleiðingu KEEP og PTC í málum þar sem börn fara í tímabundið fóstur. Um er að ræða gagnreynda aðferð byggða á PMTO sem felur í sér hópmeðferð (PTC) fyrir kynforeldra og hópnámskeið (KEEP) fyrir fósturforeldra eftir að barn er komið í tímabundið fóstur. Verkefnið er nýjung hér á landi en hingað til hefur skort á kerfisbundin stuðning við kynforeldra eftir að barn fer í tímabundið fóstur, í því skyni að efla hæfni þeirra svo barnið geti snúið heim á ný. Jafnframt hefur skort á stuðning við fósturforeldra eftir að barn kemur í fóstur. 

Farið verður yfir framkvæmd verkefnisins og stöðu innleiðingar. Er það von Barnaverndarstofu að sem flestir starfsmenn barnaverndarnefnda hafi tækifæri til að fylgjast með kynningunni.Language