Umsóknareyðublað og fylgiskjöl

fyrir þá sem vilja sækja um leyfi til að gerast fósturforeldrar eða endurnýja leyfið.

Hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað ásamt tveimur fylgiskjölum sem senda skal til Barnaverndarstofu.

Umsókn um leyfi Barnaverndarstofu til að taka að sér fósturbarn
Undirrituð umsókn ásamt fylgiskjölum skal send Barnaverndarstofu, Borgartúni 21,105 Reykjavík
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:

1. Hjúskaparvottorð (Ef um hjón er að ræða )
2. Búsetuvottorð, ef um óvígða sambúð eða einstakling er að ræða.
3. Heimild fyrir Barnaverndarstofu til að panta sakavottorð allra heimilismanna 15 ára og eldri
4. Læknisvottorð (Ef umsækjendur eru hjón eða í sambúð þarf læknisvottorð fyrir báða aðila - sjá eyðublað hér fyrir neðan )
5. Umsögn ættingja eða náinna vina ( a.m.k. tveggja)
6. Meðmæli vinnuveitenda
7. Skattskýrslur síðustu tveggja ára, ásamt fylgiskjali um skuldastöðu. 
8. Greinargerð um ástæður þess að þið óskið eftir fósturbarni.  Skrifið stutta lýsingu á skoðunum ykkar á samvinnu við kynforeldra fósturbarna og viðhorfum til samstarfs við starfsmenn barnaverndarnefnda/ félagsmálaráða. 

Smelltu hér til að nálgast eyðublað vegna læknisvottorðs fyrir væntanlegt fósturforeldri

Smelltu hér til að nálgast eyðublað varðandi leyfi til Barnaverndarstofu til að leita eftir fullu sakarvottorði frá Sakaskrá Ríkisins

Smelltu hér til að nálgast eyðublað til að endurnýja leyfi til að taka að sér fósturbarn

Mat á hæfni

Í 4. gr. reglugerðar um ráðstöfun barna í fóstur, nr. 532/1996 segir: "Þeir, sem óska eftir að gerast fósturforeldrar, skulu afla sér meðmæla barnaverndarstofu og sækja um slík meðmæli beint til hennar. Stofan metur, að fenginni umsögn barnaverndarnefndar í heimilisumdæmi væntanlegra fósturforelda, hæfni þeirra til að taka barn í fóstur. Áður en barnaverndarnefnd gefur umsögn skal hún kanna hagi og aðstæður væntanlegra fósturforeldra með tilliti til töku fósturbarns."

Væntanlegum fósturforeldrum er bent á að kynna sér barnaverndarlögin og reglugerð um fóstur.

Barnaverndarlög

Reglugerð um fóstur

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica