PMTO - foreldrafærni

PMTO stendur fyrir Parent Management Training – Oregon aðferð

PMTO stendur fyrir Parent Management Training – Oregon aðferð, og er sannprófað meðferðarprógramm ætlað foreldrum barna með hegðunarerfiðleika. Úrræðið er þróað af Dr. Gerald Patterson, Dr. Marion Forgatch og samstarfsfólki á rannsóknarstofnuninni Oregon Social Learning Center (OSLC) í Eugene í Oregon í Bandaríkjunum. Úrræðið hentar foreldrum barna á leik- og grunnskólaaldri. Mikilvægt er að vinna með hegðunarvanda á fyrstu stigum þróunar þar sem alvarlegir hegðunarerfiðleikar geta leitt til andfélagslegra hegðunar, sem oft hefur seinna meir í för með sér áfengis- og vímuefnanotkun samhliða afbrotum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að PMTO dregur úr hegðunarerfiðleikum barns á heimili og hefur auk þess jákvæð áhrif á samskipti innan fjölskyldu og frammistöðu barns í námi.

PMTO-FORELDRAFÆRNI er miðstöð PMTO á Íslandi og hefur það hlutverk að innleiða aðferðina hér á landi. Miðstöðin hóf starfsemi sína í Hafnarfirði árið 2000 en haustið 2013 varð hún hluti af úrræðum Barnaverndarstofu. Miðstöðin stendur að menntun PMTO meðferðaraðila hér á landi og tryggir áframhaldandi handleiðslu og stuðning fyrir fagfólk þeirra svæða landsins sem innleiða PMTO eftir að meðferðarmenntun er lokið til að stuðla að viðvarandi hárri fylgni við aðferðina þar sem hún er stunduð..

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu PMTO (Opnast í nýjum vafraglugga)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica