Sem dæmi um stuðningsúrræði sveitarfélaga má nefna:

 • Tilsjón
  Tilsjónarmaður aðstoðar foreldra við að sinna forsjár- og uppeldisskyldum sínum sem best.
 • Stuðningsfjölskylda
  Með því er átt við aðila sem barnaverndarnefnd fær til þess að taka á móti barni á einkaheimili. Yfirleitt er um að ræða nokkra daga í mánuði í því skyni m.a. að létta álagi af barni eða fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum og styðja í forsjárhlutverkinu. Heimilt er að vista barn hjá stuðningsfjölskyldu í allt að sjö daga samfellt.
 • Persónuleg ráðgjöf
  Persónulegur ráðgjafi veitir barni ráðgjöf og leiðbeiningar í þeim tilgangi að styrkja það félagslega, siðferðislega og tilfinningalega, svo sem í sambandi við vinnu, menntun og tómstundir.
 • Viðtöl eða annar stuðningur á grundvelli félagsþjónustulaga.
 • Frekari stuðningur
  Með því er átt við stuðningsúrræði þar sem tilsjónarhlutverkið hefur verið þróað með úrræðum á borð við "Stuðningurinn heim" og "Greining og ráðgjöf heim" í Reykjavík eða "Áttan" í Kópavogi. Þar kemur starfsfólk inn á heimili fjölskyldna og styrkir og leiðbeinir foreldrum við uppeldi og umönnun barnanna.
 • Fundir með starfsfólki leikskóla, skóla og heilsugæslu til að koma á bættu samstarfi við foreldra eða forsjáraðila hafi því verið ábótavant.
 • Viðtöl hjá sérfræðingum, td. félagsráðgjöfum, geðlæknum eða sálfræðingum og getur Barnavernd í sumum tilvikum greitt fyrir þessi viðtöl samkvæmt mati.
 • Greining og mat á þroskastöðu, námsstöðu, félagslegri stöðu barns/unglings o.s.frv.
 • Vistheimili eru heimili sem geta tekið á móti börnum annað hvort sem neyðarvistun eða sem lengri vistun (allt að 3 mánuðir) meðan er verið að skoða mál barns sem ekki getur búið heima hjá sér. Vistheimili Reykjavíkurborgar á Laugarásvegi er einnig greiningar og kennsluvistun.
 • Fóstur er stundum nauðsynlegt fyrir barn sem ekki getur af einhverjum ástæðum búið heima hjá sér. Fóstur getur verið; tímabundið í 1 ár og heimilt að framlengja í 1 ár í viðbót eða varanlegt og eru þá börnin í fóstri til 18 ára aldurs. Við varanlegt fóstur færist forsjá barnsins yfir til barnaverndarnefndar skv. 25 gr. barnaverndarlaga. Einnig er hægt að ráðstafa barni í styrkt fóstur

Þetta vefsvæði byggir á Eplica