Málstofur á Barnaverndarstofu

Hér fyrir neðan eru birtar upptökur á málstofum um barnavernd á vegum barnaverndar Reykjavíkur, félagsráðgjafar HÍ og Barnaverndarstofu. Einnig er hægt í sumum tilvikum að nálgast fyrirlestrana í glæruformi (PowerPoint).

Málstofur 2012 (var hætt eftir það)

27. febrúar
Kynning á tveimur MA rannsóknum á félagslegri stöðu og viðhorfum ungs fólks sem fengu þjónustu barnaverndar Kópavogs

Fyrirlesarar: Guðbjörg Gréta Steinsdóttir og Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir MA nemar í félagsráðgjöf
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

26. mars
Kynning á tveimur MA rannsóknum um beitingu úrræðanna tilsjón og stuðningsfjölskylda í barnaverndarstarfi

Fyrirlesarar: Anna Ingibjörg Opp og Margrét Þórarinsdóttir MA nemar í félagsráðgjöf
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

23. apríl
Tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis - staðan eftir sex mánaða reynslutíma

Fyrirlesari: Ragna Björg Guðbrandsdóttir félagsráðgjafi MA
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

21. maí
Vistheimili barna Laugarásvegi - tækifæri og áskoranir til framtíðar

Fyrirlesarar: Sigrún Óskarsdóttir forstöðumaður, Harpa Guðný Hafberg BA í sálfræði og Guðrún Hafliðadóttir BA í sálfræði
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

24. september
Að læra af reynslunni - Úttekt á niðurstöðum kvartana til Barnaverndarstofu á árunum 2003-2008

Fyrirlesari: Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur
Því miður mistókst upptaka af fyrirlestri
Glærur

29. október
Könnun barnaverndarmáls. Áhrif ákvæða samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins á löggjöf, reglur og málsmeðferð við könnun máls

Fyrirlesari: Guðrún Þorleifsdóttir lögfræðingur
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

12. nóvember Börnum rétt hjálparhönd - rannsókn á aðgerðum barnaverndar vegna neysluvanda foreldra. Kynning á rannsókn á vegum Velferðarráðuneytisins Fyrirlesarar: Hildigunnur Ólafsdótttir afbrotafræðingur og Kristný Steingrímsdóttir félagsráðgjafi Upptaka af fyrirlestri Glærur 26. nóvember Hvernig nýtist PMT aðferðafræðin í barnaverndarstarfi Fyrirlesarar: Margrét Sigmarsdóttir sálfræðingur og Þuríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi Upptaka af fyrirlestri Glærur 1 Glærur 2

Málstofur 2011

31. janúar
Framkvæmd vistunar barna utan heimilis á árunum 1992-2010. Málsmeðferðarreglur

Fyrirlesari: Íris Erlingsdóttir lögfræðingur
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

7. mars
Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á íslandi 2002-2009

Fyrirlesari: Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

28. mars
Vinna með seinfærum foreldrum

Fyrirlesari: Hanna Björg Sigurjónsdóttir dósent

2. maí
Rannsókn á viðtölum við börn sem komu til rannsóknar í Barnahús á tímabilinu frá 1. nóvember 1998 til 31 desember 2004

Fyrirlesari: Þorbjörg Sveinsdóttir MS í sálfræði, sérfræðingur í Barnahúsi
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

30. maí
Vímuefnaneysla unglinga sem komu á meðferðardeild Stuðla á árunum 2003-2010

Fyrirlesari: Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu
Glærur

26. september
Breytingar á barnaverndarlögum og áhrif þeirra á barnaverndarstarfið

Fyrirlesari: Hrefna Friðriksdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

31. október
Stuðningsúrræðið tilsjón í barnaverndarmálum

Fyrirlesari: María Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi í Reykjanesbæ
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

28. nóvember
Hegðunarvandi - þroskavandi?

Fyrirlesari: Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur, forstöðumaður Stuðla
Upptaka af fyrirlestri (upptakan hefur einungis að geyma hluta af fyrirlestrinum og er beðist velvirðingar á því)
Glærur

Málstofur 2010

25. janúar
Fjölmiðlar - óumflýjanlegt böl?

Fyrirlesari: Þorbjörn Broddason prófessor í félagsfræði við HÍ
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

22. febrúar
Barnavernd og fjölmiðlar: sjónarhorn fjölmiðla og réttur barna til friðhelgi einkalífs

Fyrirlesarar: Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður og Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu
Upptaka af fyrirlestri
Glærur - ST
Glærur - HBP

22. mars
Barnavernd og fjölmiðlar: sjónarhorn barnaverndarstarfsmanna

Fyrirlesari: María Kristjánsdóttir
Upptaka af fyrirlestri
Glærur
Samantekt á umræðum

26. apríl
Meistaranemar í félagsráðgjöf kynna verkefni um barnavernd:

"Starfsmenn barnaverndarnefnda á Íslandi - athugun á starfsánægju og streitu".
Fyrirlesari: Helga Rut Svanbergsdóttir
"Barnaverndarnefndir á Íslandi: Rannsókn á bakgrunni og viðhorfi nefndarmanan ásamt sjónarhorni starfsmanna".
Fyrirlesari: Arndís Tómasdóttir
Upptaka
Glærur Arndísar
Glærur Helgu Rutar

31. maí
„Preventing Child Neglect: Competence-based Assessment and Intervention for Parents with Learning Difficulties and their Children"

Fyrirlesari: Dr. Maurice Feldman
Upptöku af fyrirlestri geta barnaverndarstarfsmenn nálgast á lokuðu svæði heimasíðunnar undir Eyðublöð - Vinnulag

27. september
Mikilvægi forvarna í barnavernd
Fyrirlesari: Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi
Upptaka
Glærur

25. október
Annarra manna börn - viðhorf starfsmanna á stofnunum barnaverndaryfirvalda til eigin starfs
Fyrirlesari: Bryndís S. Guðmundsdóttir, uppeldisfræðingur
Upptaka
Glærur

29. nóvember
Samvinna um áætlanir um meðferð máls í barnavernd, sýn starfsmanns
Fyrirlesari Anni G. Haugen
Upptaka
Glærur

Málstofur 2009

26. janúar
Ofbeldi í nánum samböndum

Fyrirlesari: Ingólfur V. Gíslason lektor í félagsfræði við HÍ
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

23. febrúar
Komur barna á slysa- og bráðadeild Landspítala, mat á áfallaröskun hjá börnum og tilkynningar til barnaverndarnefnda

Fyrirlesarar: Eyrún Jónsdóttir og Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingar á áfallamiðstöð Landspítala.
Glærur
Glærur2

30. mars
Kvennaathvarfið, stuðningur við börn og samstarf við barnaverndaryfirvöld

Fyrirlesari: Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

27. apríl
Hvernig má tryggja örugga netnotkun barna?

Fyrirlesarar Guðberg K. Jónsson, verkefnastjóri SAFT hjá Heimili og Skóli og Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheill
Glærur 1
Glærur 2 (væntanlegt)
Upptaka af fyrirlestri

25. maí
Meðferð fyrir karla sem beita ofbeldi á heimili

Fyrirlesari: Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur
Glærur
Upptaka af fyrirlestri (væntanleg)

5. október
Þróun mála í Barnahúsi sl. 10 ár

Fyrirlesari: Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss
Glærur
Upptaka af fyrirlestri

2. nóvember
Þegar niðurstöður kallast á: Þekking, umfjöllun og orðræða um heimilisofbeldi

Fyrirlesari: Guðrún Kristinsdóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

14. desember
Samvinna við gerð áætlana um meðferð máls í barnaverndarstarfi

Fyrirlesari: Anni G. Haugen lektor í félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands
Upptaka af fyrirlestri
Glærur


Málstofur 2008

28. janúar
Samvinna í barnavernd

Fyrirlesari: Anni G. Haugen lektor í félagsráðgjöf við HÍ
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

25. febrúar
Fjölskyldubrúin - þegar foreldrar glíma við geðræna erfiðleika, forvarnastuðningur með áherslu á þarfir barnanna.

Fyrirlesarar: Anna Rós Jóhannesdóttir og Kristín Gyða Jónsdóttir félagsráðgjafar
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

31. mars
Barnaverndarstarf með fjölskyldum af erlendum uppruna
Fyrirlesari: Marianne Skytte, félagsráðgjafi og lektor við Háskólann í Álaborg
Upptaka af fyrirlestri

28. apríl
Þrír nemendur í starfsréttindanámi í félagsráðgjöf
kynna rannsóknir sem þeir hafa verið að vinna í starfsþjálfun.

Upplifun kynforeldra barna sem voru í styrktu fóstri
Fyrirlesari: Jóhanna Vilborg Ingvarsdóttir nemi á Barnaverndarstofu
Tilkynningar lögreglu til barnaverndar Reykjavíkur
Helena Gunnarsdóttir og Laufey Þorvaldsdóttir nemar á Barnavernd Reykjavíkur
Upptaka af fyrirlestri
Glærur - Jóhanna Vilborg
Glærur - Helena og Laufey

29. september
Þroski barna á meðgöngu og fyrstu æviárin

Fyrirlesari: Geir Gunnlaugsson, læknir og forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna.
Glærur

3. október
Fyrsta málstofa um þjónustu við foreldra með fíkniefnavanda og samstarf við barnaverndarnefndir
Þjónusta SÁÁ

Fyrirlesari: Þórarinn Tyrfingsson
Glærur

10. október
Önnur málstofa um þjónustu við foreldra með fíkniefnavanda og samstarf við barnaverndarnefndir
Þjónusta Landspítalans

Fyrirlesarar: Andrés Magnússon læknir og Gunnlaug Thorlacius félagsráðgjafi
Upptaka af fyrirlestri

24. október
Þriðja og síðasta málstofa um þjónustu við foreldra með fíkniefnavanda og samstarf við barnaverndarnefndir
Þjónusta Samhjálpar/Hlaðgerðarkots

Fyrirlesarar: Guðrún Ágústsdóttir og Vilhjálmur Svan Jóhannsson
Upptaka af fyrirlestri

17. nóvember
Meðferðarúrræði fyrir foreldra og börn þeirra 1-5 ára

Fyrirlesarar: Anna María Jónsdóttir geðlæknir og Stefanía Arnardóttir hjúkrunarfræðingur
Upptaka af fyrirlestri
Glærur
Grein um Mellow Parenting
The effects fo childhood stress on health across the lifespan grein
Grein eftir Puckering
Bæklingur um foreldraeflingu
Bæklingur um tengslaeflingu
Grein um seiglu

24. nóvember
Meðvirkni í vinnu með foreldrum sem glíma við fíknisjúkdóma

Fyrirlesari: Hörður Oddfríðarson, dagskrárstjóri hjá SÁÁ
Upptaka af fyrirlestri

Málstofur 2007

26. febrúar
„Barnauppeldisins heilaga skylda. Barnavernd á fyrri hluta 19. aldar"

Fyrirlesari: Hildur Biering, sagnfræðingur og fyrrverandi barnaverndarstarfsmaður.
Á fyrstu málstofu ársins mun Hildur kynna BA ritgerð sína sem fjallar um viðhorf til illrar meðferðar á börnum á fyrri hluta 19. aldar. Ritgerðin var gefin út af Sögufélaginu haustið 2006.

30. apríl
Þrír nemendur í starfsréttindanámi í félagsráðgjöf munu kynna rannsóknir sem þeir hafa verið að vinna í starfsþjálfun.

Elísabet Gunnarsdóttir: Tilkynningarfundir
Hólmfríður Rós Rúnarsdóttir: Unglingasmiðjur
Katrín Jacobsen: Viðhorf til skólagöngu fósturbarna

4. júní
Rannsókn á sjónarmiði barna sem hafa verið þátttakendur í fjölskyldusamráði

Fyrirlesari: Hervör Alma Árnadóttir
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

11. júní 2007
Reynslusögur barna úr barnavernd - Barnavernd frá sjónarhóli barna

Barnaverndarstofa og Rannsóknasetur í barna og fjölskylduvernd buðu til opins fyrirlesturs með Reidun Follesø. Reidun Follesö er kennari við háskólann í Bodø þar sem hún kennir barnavernd og félagsráðgjöf. Hún hefur í áraraðir verið upptekin af "þátttöku notenda" í barnavernd og doktorsritgerð hennar fjallaði um það efni - Bruker eller brukt? Ritgerðin fjallar m.a. um hvaða hlutverki Landssamband barnaverndarbarna hefur gegnt í norsku barnaverndarstarfi. Reidun Follesø ritsýrði auk þess bókinni "Sammen om barnevernd - enestående fortellinger - eller utfordringer" þar sem hópur "barnaverndarbarna" sem hafa verið í fóstri eða á meðferðarheimili segja frá reynslu sinni.
Upptaka af fyrirlestri

1. október.
Rannsókn á þekkingu barna á heimilisofbeldi.

Fyrirlesari: Dr. Guðrún Kristinsdóttir.
Guðrún kynnti rannsókn þar sem þekking barna á heimilisofbeldi var skoðuð.
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

29. október
"Við fundum enga kreppu í barnaverndinni" - reynsla frá Noregi.

Fyrirlesari: Helga Jóhannesdóttir, lektor frá Osló
Upptaka af fyrirlestri
Glærur


26. nóvember
"Barnavernd fyrr og nú" - reynsla frá Íslandi.

Fyrirlesarar:
Guðrún Hrefna Sverrisdóttir, félagsráðgjafi hjá barnaverndarnefnd Álftaness „Ég og barnavernd"
Rannveig Einarsdóttir, félagsráðgjafi hjá barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar „Barnavernd á réttri leið?"
Sigrún Óskarsdóttir, forstöðumaður Vistheimilis barna Laugarásvegi 39 „Vinnan á vistheimili barna"
Upptaka af málstofu
Glærur - Guðrún Hrefna Sverrisdóttir
Glærur - Rannveig Einarsdóttir
Glærur - Sigrún Óskarsdóttir


Málstofur 2006

30. janúar 2006
"Eru umgengnismál til vandræða fyrir barnaverndarnefndir?
Staða barnaverndarnefnda við meðhöndlun umgengnismála á grundvelli barnalaga"

Fyrirlesari Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur
Að þessu sinni mun Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur fjalla um umgengnismál, en það var að hluta til efni í kandidatsritgerð hans til embættisprófs í lögfræði. Í erindinu verður hlutverki barnaverndarnefnda í barnalögum lýst á grundvelli eftirfarandi þátta:
- Þróun lagareglna um hlutverk barnaverndarnefndar í forsjár- og umgengnismálum.
- Gangur umgengnismáls og meðferð bvn. á umsagnarhlutverki sínu.
- Meðferð bvn. á hlutverki sínu við að hrinda úrskurði í framkvæmd.
- Stjórnsýsluleg staða bvn. gagnvart sveitarstjórn og Barnaverndarstofu.
- Framsal umsagnarhlutverksins?
Upptaka af fyrirlestri
Glærur - pdf skjal

Málstofa 27. febrúar
Hegðun, líðan og félagslegar aðstæður 11 - 18 ára barna innan barnaverndar á Íslandi og Notkun ASEBA spurningalista í verkefnum Barnaverndarstofu
Fyrirlesarar: Halldór Guðmundsson, félagsráðgjafi
Helga Rúna Péturs og Guðjón Bjarnason, sérfræðingar á Barnaverndarstofu

Að þessu sinni verður málstofan tvískipt. Í byrjun mun Halldór Guðmundsson, félagsráðgjafi kynna niðurstöður rannsóknar sinnar um hegðun, líðan og félagslegar aðstæður 11 - 18 ára barna innan barnaverndar. Leitað var eftir upplýsingum um félagslegar aðstæður og eftir samræmdu mati á vandkvæðum í úrtaki 90 barna á aldrinum 11 - 18 ára innan barnaverndar á Íslandi. 144 staðlaðir matslistar ASEBA bárust frá foreldri/um, kennara, börnunum sjálfum og starfsfólki barnaverndar varðandi 48 börn. Barnaverndarmálin höfðu staðið yfir í 4 - 44 mánuði og 30 % málanna höfðu áður verið í vinnslu hjá barnaverndaryfirvöldum. Í niðurstöðum koma fram vísbendingar um að foreldrar og kennarar meti erfiðleika barnanna meiri en barnið sjálft og starfsfólk barnaverndar. Niðurstöður sýna að 11 - 18 ára börn innan barnaverndar mælast með þrisvar til fjórum sinnum meiri vandkvæði en íslensk börn almennt og álíka mikil og börn sem leita aðstoðar innan geðheilbrigðiskerfisins. Niðurstöður benda einnig til mikilvægis notkunar staðlaðs matstækis á vandkvæðum barna innan barnaverndar og gefa tilefni til umræðu og frekari rannsókna á sviði barnaverndar.

Á seinni hluta málstofunnar munu starfsmenn Barnaverndarstofu fara yfir með hvaða hætti beita má spurningarlistum ASEBA í verkefnum Barnaverndarstofu. Hér koma einkum þrjú atriði við sögu:
- Hvernig nýta má listana sem lið í því að meta hvort veita beri sérhæfða meðferð á stofnun.
- Hvernig nota má listana til að meta árangur/breytingar sem verða á hegðun barns yfir lengri tíma svo sem meðan á meðferð stendur og að tilteknum tíma liðnum að lokinni meðferð.
- Þá verður sjónum beint að þeirri staðreynd að með listunum er safnað saman samræmdri og staðlaðri vitneskju um ásigkomulag og stöðu barna sem sóst er eftir meðferð fyrir á stofnun. Slíkan empírískan gagnabanka má hugsa sér að nýta í margs konar tilgangi svo sem til rannsókna. Slík vitneskja getur lagt grunn að skynsamlegum breytingum og stuðlað að þróun í þeirri viðleitni að veita árangursríkari og markvissari þjónustu fyrir börn í vanda.

Málstofan gefur færi á því að ræða með hvaða hætti barnaverndarnefndir geti í starfi sínu nýtt sér þá vitneskju sem kemur fram með ASEBA listunum til að vinna að framgangi mála þeirra barna sem nefndirnar þjóna.
Upptaka af fyrirlestri (hljóð vantar fyrstu mínútur)
Glærur - Fyrirlestur Halldórs
Glærur - Fyrirlestur Barnaverndarstofu

27. mars 2006
"Kynning á aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og
kynferðislegu ofbeldi gegn börnum"

Fyrirlesari: Dögg Káradóttir deildarsérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu

Í lok október sl. samþykkti ríkisstjórnin tillögu dómsmálaráðherra og þáverandi félagsmálaráðherra um gerð aðgerðaráætlunar gegn heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi á Íslandi. Áætlunin var lögð fyrir ríkisstjórnina 7. mars til kynningar. Á málstofunni mun áætlunin verða kynnt og rædd.
Upptaka (athugið að hljóð vantar í lok upptöku)

8. maí 2006
„Hver er reynslan af styrktu fóstri" - Þóra Helgadóttir
„Tilkynningar til barnaverndarnefnda sem ekki eru kannaðar" - Guðrún Ottersted
„Áhrif fjölmiðlaumfjöllunar um kynferðislega misnotkun á málafjölda í Barnahúsi" - Kristín Berta Guðnadóttir


Að þessu sinni kynna þrír IV. árs félagsráðgjafanemar, sem verið hafa í starfsþjálfun á Barnaverndarstofu og Barnaverndarstofu, rannsóknir sem þeir gerðu í starfsþjálfuninni.

Þóra Helgadóttir mun fjalla um þá reynslu sem fengist hefur af því að börn fari í styrkt fóstur. Ákvæði um styrkt fóstur kom inn í barnaverndarlögin árið 2002 og ekki hefur áður verið gerð rannsókn á því hvernig þetta úrræði hefur reynst þeim börnum sem hafa notið þess.
Glærur

Guðrún Ottersted mun segja frá rannsókn sinni um tilkynningar sem bárust tveimur barnaverndarnefndum á þriggja mánaða tímabili árið 2005 sem ákveðið var að kanna ekki. Barnaverndarnefndum ber að taka ákvörðun um hvort hefja eigi könnun máls í kjölfar tilkynningar innan sjö daga. Nokkur hluti tilkynninga gefa ekki tilefni til könnunar en Guðrún skoðaði þessar tilkynningar nánar.
Glærur

Kristín Berta Guðnadóttir fjallar um áhrif fjölmiðlaumfjöllunar um kynferðislega misnotkun á málafjölda í Barnahúsi. Öðru hvoru verða miklar umræður í fjölmiðlum um kynferðislega misnotkun og í rannsókn sinni skoðaði Kristín hvort greina megi einhver tengsl milli þessarar umræðu og fjölda mála sem berast í Barnahús.
Glærur

Upptaka af málstofunni

29. maí 2006
Kærunefnd barnaverndarmála - helstu málaflokkar og starfsaðferðir.

Fyrirlesari: Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari og formaður kærunefndar barnaverndarmála

Að þessu sinni mun Ingveldur Einarsdóttir, formaður kærunefndar barnaverndarmála fjalla um hvers konar mál berast kærunefndinni og helstu starfsaðferðum. Hún mun fjalla sérstaklega um aðild að málum en mörg erindi sem berast kærunefndinni fjalla um aðild, þar á meðal aðild fósturforeldra og mál þar sem reynir á ýmis lögfræðileg álitaefni.
Glærur

12. júní 2006
Aukning vímuefnaneyslu og áhættuþættir hjá unglingum á Stuðlum og í Götusmiðjunni
Fyrirlesarar: Halldór Hauksson yfirsálfræðingur á Stuðlum
Elísabet Gísladóttir og Guðbjörg Erlingsdóttir frá Meðferðarheimili Götusmiðjunnar


Að þessu sinni verða haldin tvö erindi um einkenni vímuefnaneyslu unglinga sem hafa verið til meðferðar á vegum Barnaverndarstofu.

Fyrra erindi:
Rannsóknir undanfarinna ára benda til að vímuefnaneysla fari minnkandi meðal íslenskra unglinga – þökk sé góðu forvarnarstarfi. Þeir sem vinna við meðferð unglinga hafa ekki orðið varir við þessa þróun mála. Spurningin er hvort að þetta eigi einungis við þá hópa sem eru að fikta við neyslu og eru ólíklegir til að þurfa aðstoð barnaverndar- og meðferðaraðila. Í erindi Halldórs Haukssonar yfirsálfræðings á Stuðum verður fjallað um vanda þeirra barna sem voru vistuð á meðferðardeild Stuðla á tímabilinu 2000 – 2005 og um þá áhættuþætti sem einkenna börn sem leiðast út í vímuefnaneyslu.
Glærur

Seinna erindi:
Elísabet Gísladóttir rekstrarstjóri og Guðbjörg Erlingsdóttir dagskrárstjóri Götusmiðjunnar kynna okkur þeirra sýn á hverjir séu forspárþættir vímuefnaneyslu. Þær byggja erindi sitt á tölfræði, viðtölum og reynslu af samskiptum við þá unglinga sem hafa verið til meðferðar á meðferðarheimili Götusmiðjunnar undanfarin átta ár. Þær velta fyrir sér hvers vegna neyslan virðist vera í örum vexti hjá ákveðnum hópum unglinga, hvernig megi efla forvarnir með það að markmiði að ná til jaðarhópanna og setja fram ákveðnar hugmyndir þar að lútandi. Að lokum munu þær kynna í stuttu máli hugmyndafræði meðferðarheimilisins.
Glærur

25. september
„Hlutverk dómstóla skv. ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002

Fyrirlesari: Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur á Barnaverndarstofu

Á málstofunni mun Hrefna Friðriksdóttir fjalla um hlutverk dómstóla skv. ákvæðum barnaverndarlaganna. Skoðaðir verða úrskurðir og dómar sem gengið hafa frá setningu laganna. Mikilvægt er að fá yfirlit yfir fjölda og tegundir þessara mála, meta lítillega hvort markmið lagabreytinganna hafi náðst og skoða hvaða lærdóm má draga af málsmeðferð og niðurstöðum dómstóla.
Upptaka af fyrirlestri
Glærur


30. október 2006
„Sáttamiðlun í opinberum málum á milli brotaþola og geranda, grundvöllur og
breytingar á meðferð mála með tilkomu sáttamiðlunar.”


Fyrirlesarar: Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, verkefnisstjóri sáttamála
Mímir Völundarson, starfsmaður Stuðla
Guðrún Halla Jónsdóttir félagsráðgjafi í Miðgarði

Fjallað verður um sáttamiðlun í opinberum málum á milli brotaþola og gerenda. Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson fjallar um fyrirmæli ríkissaksóknara, skilgreiningu og markmið sáttamiðlunar/uppbyggilegrar réttvísi og svo hvernig ferlið muni eiga sér stað hér á landi. Þá mun Mímir Völundarson, starfsmaður á Stuðlum, segja frá einu máli sem unnið hefur verið á þennan hátt. Loks mun Guðrún Halla Jónsdóttir segja frá því hvernig þessi aðferð hefur verið notuð í málefnum ósakhæfra barna.

Glærur Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson
Glærur Guðrún Halla Jónsdóttir

27. nóvember 2006
Í SKUGGA OFBELDIS
Hvernig bregðast barnaverndaryfirvöld við tilkynningum um ofbeldi milli foreldra?

Fyrirlesari: Dr. Freysdís J. Freysteinsdóttir

Dr. Freydís J. Freysteinsdóttir, lektor í félagsráðgjöf við HÍ, mun fjalla um rannsókn sem hún hefur gert um það hvernig barnaverndaryfirvöld breðast við þegar þeim berast tilkynningar um ofbeldi milli foreldra.
Glærur

Málstofur 2005

31. janúar
Dr. Freydís J. Freysteinsdóttir, lektor í HÍ, fjallaði um fjölskyldusamráð (Family Group Conference) sem er vinnuaðferð í barnaverndarmálum, upphaflega komin frá Nýja Sjálandi. Reykjavíkurborg er nú byrjuð að nota þessa aðferð og Freydís mun jafnframt gera rannsókn á því hvernig hún reynist börnunum sjálfum. Rannsóknin er unnin í samstarfi við norræna barnaverndarstarfsmenn/fræðimenn, en fjölskyldusamráð hefur verið notað á öllum hinum Norðurlöndunum í all mörg ár.

28. febrúar 2005
Halldór Guðmundsson.
Til þess að opna skjalið þarf að hala zip-skánni niður í heild sinni (tekur nokkrar mínútur). Eftir það er zip-skráin opnuð og kveikt á fyrirlestrinum með því að smella á "Main" eða "View Conference".
upptaka - zip skrá

25. apríl 2005
Dr. Guðrún Kristinsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Íslands fjallaði um skilgreiningar á barnaverndarhugtakinu.
Glærur

30. maí 2005
MÁLSTOFAN FELLUR NIÐUR

31. október 2005
Hvað er barni fyrir bestu.
Samskipti leikskóla og barnaverndar í Reykjavík

Anna María Jónsdóttir, félagsráðgjafi, kynnir rannsóknarniðurstöður BA verkefnis síns í félagsráðgjöf þar sem áherslan er á samskipti leikskóla og barnaverndar í Reykjavík. Rannsóknin var unnin á árunum 2002-2003 og er tilkomin vegna þess hve hlutfallslega fáar tilkynningar berast til barnaverndaryfirvalda frá leikskólum samkvæmt ársskýrslum Barnaverndarstofu. Athugað er hvernig samskiptum er háttað. Hvort einhverjar hindranir eru í vegi fyrir samskiptum og ef svo er hverjar þær hindranir eru og hvað er hægt að gera til að bæta samskiptin. (Stuðst er við fræðilegar heimildir um samskonar erlendar rannsóknir og eru niðurstöður í samræmi við þær.)
Glærur

28. nóvember 2005
Hvers konar mál flokkast undir barnaverndarmál

Dr. Freydís J. Freysteinsdóttir fjallar um rannsókn sem gerð var meðal barnaverndarstarfsmanna hér á landi. Barnaverndarstarfsmenn svöruðu spurningalistum sem í voru dæmasögur. Kannað var hvort dæmasögur á gráu svæði er varðar líkamlegt ofbeldi og vanrækslu í umsjón og eftirliti væru flokkuð sem barnaverndarmál. Jafnframt var kannað hvort aðrar tegundir mála flokkuðust sem barnaverndarmál. Þau mál vörðuðu áhættuhegðun barns, áhættuþætti, þörf fyrir sértæk úrræði og stuðning/þvingun (viðkomandi leitar aðstoðar/tilkynning berst).
Glærur


Málstofur 2004

27. september 2004
Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu: Nýjar reglugerðir:
Reglugerð nr. 56/2004 um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd
Reglugerð nr. 652/2004 um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga.
Glærur
Fyrirlestur - hljóð og mynd

Málstofa 12. ágúst 2004
Tore Andreassen, sálfræðingur: Fyrirlestur um meðferðarheimili "Meðferð fyrir unglinga á stofnunum – hvað segja rannsóknir“
Glærur-pdf

Málstofa 29. mars 2004
Lyfjameðferð barna ,
Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar LSP.
Glærur - PowerPoint

Málstofa 23. febrúar 2004
Uppbyggingarstefnan
Páll Ólafsson, félagsráðgjafi, Félagsþjónustunni í Hafnarfirði.
Fyrirlestur - hljóð og mynd
Glærur - PowerPoint


Þetta vefsvæði byggir á Eplica