Fréttir


Námstefna um rannsóknarviðtöl við börn 8. september

28.8.2006

Þann 8. september nk. mun Barnaverndarstofa standa fyrir námstefnu um rannsóknarviðtöl við börn sem sætt hafa ofbeldi. Fyrirlesari er Patricial A. Toth, J.D., verkefnastjóri hjá Washington State Criminal Justice Training Commisssion, í Seattle. Patti Toth er lögfræðingur að mennt og hefur m.a. starfað sem saksóknari í Washington fylki, auk þess sem hún hefur í áraraðir þjálfað lögfræðinga og annað fagfólk sem vinnur við rannsókn og vinnslu mála þegar börn hafa orðið fyrir ofbeldi. Hún hefur haldið fyrirlestra og námskeið víða um heim og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín.

Patti Toth mun fjalla um rannsóknarviðtöl við börn og hvernig þau hafa þróast. Hún mun fjalla um mikilvægi þess að ákveðnar aðferðir, þ.e. stöðluð viðtöl (protocolls), séu notaðar í þessum viðtölum. Þá mun hún einnig tala um neikvæðar afleiðingar þess þegar þessum aðferðum er ekki beitt og þau skaðlegu áhrif sem það getur haft á barnið, rannsókn málsins og málsmeðferðina í réttarvörslukerfinu og nefna dæmi um slík tilvik í Bandaríkjunum.

Námstefnan fer fram á Grand Hótel, Reykjavík, föstudaginn 8. september nk. kl. 9.00 - 12.00 og er ætluð þeim sem vinna við að taka rannsóknarviðtöl við börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi eða fjalla um framburð þeirra. Námstefnan fer fram á ensku og aðgangur er ókeypis. Þátttöku ber að tilkynna til Barnaverndarstofu á netfangið ingibjorg@bvs.is fyrir 6. september.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica