Fréttir


Málstofur um barnavernd haustið 2006

30.8.2006

Félagsmálaráðuneytið, barnavernd Reykjavíkur, félagsráðgjöf Háskóla Íslands og Barnaverndarstofa munu á komandi hausti halda áfram með samstarf um málstofur einu sinni í mánuði. Lögð verður áhersla á að fjalla um efni sem varðar störf barnaverndarstarfsmanna, svo sem nýjum vinnuaðferðum, rannsóknum á sviði barnaverndar og samstarf við aðra faghópa.

Málstofurnar verða haldnar síðasta mánudag í hverjum mánuði, þ.e. 25. september, 30. október og 27. nóvember kl. 12.45 – 13.45 hjá Barnaverndarstofu, Borgartúni 21. Fundirnir verða ekki sendir út með fjarfundarbúnaði en unnt verður að nálgast fyrirlestra á heimasíðu Barnaverndarstofu eftir að málstofum lýkur.

Þau efni sem gert er ráð fyrir að fjalla um í haust eru: Hlutverk dómstóla skv. ákvæðum barnaverndarlaga, sáttameðferð í sakamálum, starf með ófrískum konum sem eiga við áfengis- og/eða fíkniefnavanda að etja og skólamál barna sem eru í fóstri eða á meðferðarheimilum.

Fyrsta málstofa haustsins er 25. september. Þar mun Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur á Barnaverndarstofa fjalla um hlutverk dómstóla skv. ákvæðum barnaverndarlaga. Málstofan verður auglýst nánar síðar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica