Fréttir


Norskir dómarar samþykkja stofnun Barnahúss

4.10.2006

Í norska dagblaðinu Aftenposten í dag kemur fram að ríkislögmaður, lögreglan og dómstólaráð eru hlynnt því að stofnað verði Barnahús þar í landi. Fyrirmyndin er sótt til íslenska Barnahússins. Í greininni er varað við of náinni samvinnu milli þeirra sem eiga að aðstoða börnin og þeirra sem eiga að taka af þeim skýrslu og undirstrikað að hlutverk hvers og eins sem að málinu kemur þurfi að vera skýrt og afmarkað. Haft er eftir lögreglustjóranum að tilkoma Barnahúss muni leiða til ákveðinna praktískra erfiðleika þar sem lögregla og dómari verða að fara af sínum vinnustöðum og í Barnahús til að taka skýrslu af barni, en að mikilvægara væri að taka mið af því sem barninu væri fyrir bestu. Greinina alla er hægt að finna hér.

Þá má geta þess að forstjóri Barnaverndarstofu heldur utan til Svíþjóðar á morgun að ósk Silvíu drottningu til að ávarpa aðalfund World Childhood Foundation (www.childhood.org) en fundinn sækja helstu styrktaraðilar samtakanna. Tilefnið er að afla fjár til að setja á laggirnar Barnahús á meðal fátækra þjóða. Forstjóri stofunnar mun sitja kvöldverðarboð sænsku konungshjónanna á fimmtudag.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica