Fréttir


Fréttasafn: júní 2013

27.6.2013 : Áhersla á sjálfstæði barna eykst!

Áhersla á sjálfstæðan rétt barna eykst stöðugt og í fréttum Stöðvar 2 þann 26 júní sl. segir Heiða Björk Pálmadóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu að Íslendingar ættu að taka upp hagsmunagæslumann í ákveðnum barnaverndarmálum að finnskri fyrirmynd.

26.6.2013 : Upplognar ásakanir skaða!

Steinunn Bergmann félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, sagði í fréttatíma Stöðvar tvö þann 23. júní sl. að upplognar ásakanir um kynferðisofbeldi gegn börnum skaði þau mál þar sem börn eru sannarlega beitt ofbeldi. Slíkt gerist reglulega í hatrömmum forsjárdeilumálum.

23.6.2013 : Barn látið ljúga til um kynferðisofbeldi

Forsvarskona samtakanna Vörn fyrir börn tók þátt í að láta barn ljúga kynferðisbroti upp á föður þess í forræðisdeilu. Samtöl við barnið í Barnahúsi leiddu hið sanna í ljós. Föðurnum var dæmd full forsjá í Hæstarétti eftir rannsókn sem tók tvö ár. Í Fréttablaðinu þann 22 júní sl er viðtal við Braga Guðbrandsson forstjóra Barnaverndarstofu vegna málsins.

15.6.2013 : Varað við fúskurum í barnavernd

Í Fréttablaðinu þann 13 júní sl. kemur fram að Barnaverndarstofa hafi áhyggjur af faglegu starfi samtakanna Vörn fyrir börn og kanni nú starfsemi þeirra. Forstöðukona samtakanna segist gefa lítið fyrir kjaftasögur og fullyrðir að starf þeirra sé faglegt.

14.6.2013 : Ábendingar um vanrækslu barna

Flestar ábendingar sem barnaverndarnefndir fá eru um vanrækslu barna. Tilefnin eru misalvarleg en dæmi eru um mjög alvarlega vanrækslu. Þetta segir Páll Ólafsson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu í viðtali á rás tvö þann 13 júní sl. 

7.6.2013 : Flestir tilkynna um vanrækslu!

Í frétt í Morgunblaðinu þann 7. júní  kemur fram að tölur staðfesti fjölgun á tilkynningum til barnaverndarnefnda. Verst á landsbyggðinni. Drengir í meirihluta. Sprenging í tilkynningum vegna kynferðisbrota  

7.6.2013 : Samanlagt 217 börnum í neyð hjálpað!

Í Fréttablaðinu þann 7. júní kemur fram að á þeim 20 mánuðum sem tilraunaverkefni Barnaverndarstofu vegna heimilisofbeldis stóð var 217 börnum veitt sértæk aðstoð og að barnaverndarnefndir taki við keflinu á næstunni með sameiginlegu bakvaktarkerfi. 

6.6.2013 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrstu þrjá mánuði áranna 2012 og 2013

Barnaverndarstofa birtir nú samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrir fyrstu þrjá mánuði áranna 2012 og 2013. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir fyrstu þrjá mánuði áranna 2012 og 2013

5.6.2013 : "Protecting Children in a Changing World” - Evrópuráðstefna ISPCAN -  Alþjóðlegra samtaka gegn illri meðferð á börnum

Vakin er athygli á Evrópuráðstefnu ISPCAN samtakanna sem verður haldin í Dublin dagana 15 - 18 september 2013. Mjög áhugaverð ráðstefna og eru áhugasamir hvattir til að skoða heimasíðu samtakanna  http://www.ispcan.org til að fá frekari upplýsingar. Einnig er hægt að sjá upplýsingar um ráðstefnur og aðra athyglisverða atburði á þessu sviði með því að skoða ,,viðburðardagatal" Barnaverndarstofu.

5.6.2013 : Undirbúningur hafin að stofnun Barnahúss í Færeyjum

Um fimmtíu sérfræðingar, þar á meðal Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu og Ólöf Ásta Farestveit forstöðukona Barnahúss á Íslandi, sátu fund sem markar upphaf markvissar vinnu við að koma Barnahúsi á fót í Færeyjum að íslenskri fyrirmynd. Áhugasamir geta hér fyrir neðan lesið meira um þessa frétt úr færeyska fréttablaðinu Vágaportalurinn.   

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica