112-dagurinn – ofbeldi og rétt samskipti við neyðarverði 112

11 feb. 2022

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna

Áhersla dagsins í ár er á ofbeldi og viðbrögð við því og jafnframt að miðla fræðslu um rétt samskipti við neyðarverði 112, enda eru neyðarverðir þeir fyrstu sem samband fæst við þegar hringt er í 112 og þar með mjög mikilvægir hlekkir í viðbragðskeðjunni. Neyðarverðir 112 taka við tilkynningum til barnaverndarnefnda.

Tilkynningum um ofbeldi gegn börnum á síðasta ári fjölgaði um 1,6% miðað við árið á undan, en voru 28% fleiri en á árinu 2019. Ef áhyggjur eru af barni skal tillkynna um aðstæður þess til barnaverndar í því sveitarfélagi sem barnið býr. En 112 er samstarfsaðili barnaverndar og tekur einnig við barnaverndartilkynningum. Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Það sama á við ef ástæða er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu.

Með því að smella hér má nálgast algengar spurningar og svör varðandi barnavernd

Myndband sem er ætlað til þess að auka skilning fólks á því hvaða viðbrögð eru hin réttu í samskiptum við neyðarverði verður frumsýnt í tilefni dagsins. 

Dagskrá

Setning – Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar
Ávarp dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson
Viðurkenning fyrir eldvarnargetraun LSOS - Bjarni Ingimarsson varaformaður LSOS
Skyndihjálparmaður ársins - verðlaunaafhending - Sveinn Kristinsson formaður RKÍ
Nýtt gagnvirkt myndband frá Neyðarlínunni um samskipti við neyðarvörð kynnt
Dagskráin verður send út beint úr Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. 

Útsendingin hefst kl.12 á hádegi, föstudaginn 11.febrúar 2022.
Hægt er að fylgjast með dagskránni á heimasíðu 112 

Samstarfsaðilar dagsins eru Neyðarlínan, lögreglan, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barna- og fjölskyldustofa, Landlæknisembættið, Landspítalinn, Heilsugæslan, Vegagerðin, Æskulýðsvettvangurinn og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica